Réttur


Réttur - 01.01.1933, Page 43

Réttur - 01.01.1933, Page 43
LOFTVOGIN VÍSAR Á STORM Eftir Wilhelm Knorin. Loftvog- hinnar alþjóðlegu verklýðshreyfingar vísar á ofviðri. í hverjum einasta mánuði, meðan kreppan varir, skelfur og nötrar skipulag heimsauðvaldsins af ógnandi krafti ægilegs hernaðar ósigurs. Auðvalds- skipulagið er að fullu orðið rammvilt í völundarhúsi .sinna eigin mótsetninga. Framleiðsluöflin hafa gert hatramma uppreisn gegn framleiðsluháttum auðvalds- skipulagsins. Eymd og örbirgð, sultur og atvinnuskort- ur fylkja hinum vinnandi fjölda til atlögu gegn auð- valdinu. Hinn stórfenglegi árangur uppbyggingar sós- íalismans í ráðstjórnarríkjunum, hinn glæsilegi árang- ur fyrstu 5 ára áætlunarinnar, vísar hundruðum milj- óna alþýðu allra landa veginn til sósíalismans. Gegn hruni og öngþveiti auðvaldsskipulagsins og hinum ógn- andi ofsóknum fasismans gegn vinnandi alþýðu hvet- ur Alþjóðasamband kommúnista (A. K.) verkalýð allra landatil samstilltrar baráttu fyrir alræði öreiganna, fyrir afnámi einstaklingseignaréttar á framleiðslutækjum um allan heim og fyrir umsköpun þjóðfélagsins á sósíalist- iskan hátt. Kenningarnar um byltinguna og baráttuaðferðir hinna stórbrotnustu hugsuða og byltingafrömuða mannkynssögunnar, Marx, Engels og Lenins, sem leiddi til hins glæsilega sigurs vinnandi alþýðu ráðstjórnar- ríkjanna, eru alvarleg hvatningtil starfs og athafna fyrir hundruð milljóna öreiga, nýlendnanna og hálfnýlendn- anna, þjóðanna, sem undirbúa hið eina réttláta stríð, sem er stríð hinna kúguðu gegn kúgurunum. For- ingi fjöldans í þessum hildarleik byltinganna er Al- þjóðasamband kommúnista, hinn „alþjóðlegi flokkur verklýðsuppreisnanna og alræðis öreiganna". (Ávarp 2. þings A. K.) sem „fylkir hinum byltingasinnaða verka- lýð undir merki sín, sem leiðir miljónir hinna kúguðu 43

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.