Réttur


Réttur - 01.01.1933, Page 46

Réttur - 01.01.1933, Page 46
voru skyndilega opna'ðar í leigublöðuni borgaranna, og þannig átti að drekkja hinum ha.taða óvin í ógurlegu syndaflóði varmennsk- unnar. Þessi rógburðarherferð á engan sinn lika í sögunni, vegna þess, hve starfssvið hennar er alþjóðlegt og vegna þess, hve samræm- ið er einstaklega mikið í andstæðustu flokksblöðum yfirstéttarinnar. Eftir að stórbruninn í Chikago er orðinn þekktur um allan heirn með símskevtum, sem djöfullegt tilræði alþjóðasambandsins, þá gegnir það næsturn furðu, að fárviðrið, sem geisaði í Yesturindíum, skyldi ekki vera reiknað því til syndar“. 62 árum eftir að Marx ritaði þessi orð, 28. febr. 1933,. flutti ritsíminn út um víða veröld frétt, sem gerir lyga- sögur valdhafanna um hinar skipulögðu íkveikjur I. Al- þjóðasambandsins í Chikogo að smámunum einum:. „Kommúnistar hafa kveikt í þýzka ríkisþinghúsinu!!!“ Þessi níðingslega ofsóknaraðferð þýzku fasistastjórnar- innar, sem hefir sett sér það mark og mið, að uppræta stærsta kommúnistaflokk auðvalds-heimsins, er skipu- lögð svo heimskulega, að hún hefir ekki einu sinni hlotið stuðning í almenningsáliti borgaranna, svo mjög sem borgarastéttin þó annars fagnar hinni ofstækisfullu of- sóknarherferð á hendur kommúnistunum. „Slík yfirlýs- jng, að þýzku kommúnistarnir séu nokkuð við íkveikjuna riðnir, er hin mesta heimska“, stóð í Lundúr.ablaðinu „New Chronicle“. Sama segja öll merkari blöð Þýzka- lands, Frakklands, Tékkoslovakíu o.s.frv. Og þó átti þetta herbragð að skapa grundvöllinn að banni kommúnista- flokksins og vera átylla til að fangelsa þúsundir verka- manna, og loks átti þetta að vera bragð til þess að hræða smáborgarana á kommúnistahættunni fyrir kosningarn- ar. I>að átti með þessu að undirbúa jarðveginn fyrir nýja „Bartólómeusarnótt“ meðal verkalýðsins, eða að skapa morði á þýzkum verkamönnum „lagalegan grundvöll“. Hin ríkjandi stétt berst gegn A. K. (alþjóðasambandi kommúnista) og marxismanum með lygum, rógi og föls- uðum skjölum vegna þess, að vald vopnanna, sem þeir hafa í hendi sér, nægir ekki til að lægja þá voldugu öldu, sem þeir hafa sjálfir vakið á móti sér. Fasistastjórn Pilsudskis hefir ekki verið þess megnug að lama pólska. 46

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.