Réttur


Réttur - 01.01.1933, Side 47

Réttur - 01.01.1933, Side 47
kommúnistaflokkinn, hvað þá að hún hafi getað upp-- rætt hann. Þrátt fyrir ógnarstjórnina óx honum stöð- ugt fylgi og verkamenn og bændur streymdu í hundruð : þúsunda tali undir áhrif hans. Búlgarski böðullinn Zan- kow hefir, þrátt fyrir múgmorð og róttæka róg- og lyga- starfsemi, enn ekki getað gert út af við kommúnistaflokk- ■ inn, sem nú hefir safnað meirihluta verkalýðs Búlgaríu. og miklum f jölda smábænda undir merki sitt. Ungverska verklýðsböðlinum Horhty hefir ekki tekizt að uppræta minningar verkalýðsins um hetjudáðir Sovét-Ungverja- lands, og oft heyrist nafn félaga Bela Kun nefnt, sem ráðr herrarnir nota til að skjóta smáborgurunum skelk í bringu, meðan verkalýðs- og bændaskarinn fylkir sér- stöðugt þéttar undir stríðsfánann, til baráttu fyrir al- ræði öreiganna í Ungverjalandi. Meira að segja hinu 10' ára blóðveldi og klækjótta pyndingar- og ofsóknar- kerfi Mussolinis hefir ekki tekizt að eyðileggja komm- únistaílokk Ítalíu, sem stöðugt eykur áhrif sín meðal verkalýðsf jöldans. Hversu vonlauster það þá ekki, að of- sóknartæki eins og „vafasamar sögusagnir“ frá neðan- jarðargöngum í Karls-Liebknechtshúsinu, „fölsuð leyni- skjöl alþjóðasambandsins“ og skröksögur um: „sendi- boða frá Moskva“ og „peninga frá Moskva“, geti út- rýmt þýzka kommúnistaflokknum, og því síður munu þær þess umkomnar að uppræta marxismann, æðstu hug- sjón 6 milljón manna af undirstéttum Þýzkalands, sem eru reiðubúnar til baráttu fyrir eyðileggingu auðvalds- þjóðfélagsins. Lygasagan um „kommúnistasamsæri“ í Þýzkalandi, sem byrjar með íkveikjunni í ríkisþinghúsinu, hefir ekki einu sinni verið tekin trúanleg af alræmdustu aftur- haldsböðlum Evrópu, því það er orðið öllum heimi vit- anlegt, eftir hvaða leiðum og aðferðum kommúnista- flokkurinn hyggst að ná takmarki sínu. Uppspuni slíkra „samsæra“ er gamalt herbragð, sem oft hefir áður'ver- ið notað af gagnbyltingunni,- það er ekkert annað en skálkaskjól til þess að gera upp'reikningana við kömm- 47;

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.