Réttur - 01.01.1933, Side 48
únistana. Óteljandi yfirlýsingar, sem gefnar voru út af
fasistaforingjunum kvöldinu áður en kveikt var í ríkis-
þinghúsinu, sanna fullkomlega, að það voru einungis
þeir, sem höfðu áhuga á því að hindra, að þingið kæmi
saman, og það var ennfremur augljóst, að þeir höfðu
sett sér það takmark, að skipuleggja lygastarfsemi, sem
undirbyggi jarðveginn til eyðileggingar á kommúnista-
flokknum, sem berst nú einn flokka gegn afnámi síðustu
leifa lýðræðisins, fyrir vinnu, brauði og valdi til handa
vinnandi alþýðu. Þetta herbragð átti jafnframt að notatil
þess að þjarma svo að sósíaldemokrötum, að þeir yrðu
virkilega friðsamir borgarar hins „þriðja ríkis“, sem
yrðu trúir þjónar Cavaignac nútímans í baráttunni gegn
byltingarflokknum. Þessi herferð á hendur kommúnista-
flokknum og marxismanum í Þýzkalandi, sem auðmanna-
stéttin nú hefir hafið, er sönnun þess, að auðvaldið er að
undirbúa ægilega borgarastyrjöld á hendur allri verka-
lýðsstéttinni þýzku, jafnframt því, sem það undirbýr
nýja heimsstyrjöld. Hernaðarundirbúningur þýzka her-
valdsins, herferðin gegn innlenda verkalýðnum, stríðið
gegn alþjóðasambandi kommúnista, kommúnistaflokkn-
um og marxismanum er náskylt hvert öðru. Marx hafði
þegar 1872 slegið því föstu, að herferðin gegn I. Al-
þjóðasambandinu væri ekkert annað en fyrirboði þýzk-
franska stríðsins og borgarastyrjaldarinnar í Frakk-
landi. —
AUur öreigalýður Þýzkalands er nú í hinni mestu
hættu staddur. í stéttastyrjöld þeirri, sem nú stendur
fyrir dyrum, á að ræna hann öllum sínum beztu for-
ingjum. Þó sanna hinar sívaxandi ofsóknir fasistanna,
og sú pólitíska stigamennska, að taka upp ógnarstjórn
sem fast stjórnskipulag, að endir auðvaldsins nálgast
óðum.
Valdatímar borgarastéttarinnar eru nú bráðum á
enda.
48