Réttur


Réttur - 01.01.1933, Page 49

Réttur - 01.01.1933, Page 49
Hvaða ástæður lágu til þess, að Þýzkaland skyldi falla 1 greipar alræðis fasismans? Af hverju kemur það, að yfirstéttir Þýzkalands skyldu leggja út í það, að hefja slíka ógnarárás á hendur alþýð- unni í landinu og stofna með því til almennrar borgara- styrjaldar í landinu? Weimar-lýðveldið er gjaldþrota. Almúginn lifir við mesta sult og seyru. Stór hluti skipulagða verkalýðsins er enn haldinn lýðræðistálvonum, vegna áhrifa frá sósíal- demokrataforingjunum. Það er ekki ennþá fyrir hendi meðal fjöldans sú baráttueinbeittni, sem úrslitastríðið gegn auðvaldinu krefur. Þó er hin ríkjandi stétt þess ekki lengur umkomin að stjórna eftir sama hætti og áður. Það sést hvergi nokkurs staðar glóra fyrir degi út úr náttmyrkri kreppunnar. Yfirstéttin sér nú fyrir hrun síns eigin skipulags. Undir slíkum kringumstæð- •um safnar gagnbyltingin öllum sínum kröftum saman með hamstola ofstæki og einbeittni gegn hinum sam- stilltu byltingaröflum. Þó hafa gagnbyltingamennirnir engum efnahagslegum hjálpargögnum á að skipa til að draga úr neyðarástandi alþýðunnar. Einmitt þess vegna kasta þeir sér út í fáránlegustu æfintýr. Þeir sjá fram á, að þeir eru dauðadæmdir. Einmitt þess vegna voga þeir sér út í óvissuna, með því jafnvel að stofna til borg- arastyrjaldar. Borgarastéttin vill nota tækifærið til þess að festa sig í sessi, á meðan fjöldinn enn hefir ekki áttað sig. Það er hún, sem skýtur fyrsta skotinu. En hún gerir sér ekki ljóst, að hún sjálf er þar að skjóta niður tálvonir fjöld- ans um lýðræðið. Hún gætir þess ekki, að hún sjálf er með því að setja á dagskrá spurninguna: alræði borg- arastéttarinnar eða alræði öreiganna. Fasista alræðið í Þýzkalandi er bein afleiðning þess öngþveitis, úrræðleysis og örvæntingarbrjálæðis þýzku borgarastéttarinnar, sem nú hefir kastað sér út í aug- ljóst æfintýri. Tvær ástæður liggja til þess, að hin víðtæka samfylk- 49

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.