Réttur


Réttur - 01.01.1933, Síða 50

Réttur - 01.01.1933, Síða 50
ing gagnbyltingaraflanna í Þýzkalandi, varð möguleg.. 7 fyrsta lagi er ástæðan sú, að landið var gjörsigrað. og mergsogið í heimsstyrjöldinni 1914—’18, svo að þjóð- ernistilfinning þýzka fólksins er særð, er það finnur, að Þýzkaland nýtur ekki jafnréttis við hinar stórþjóð- irnar, og að það er ofurselt tvöföldu arðráni, sem sé bæði af hendi hinna innlendu auðkýfinga og erlenda auð- valdsins. Þessi sérstaða landsins var nú notuð út í æsar. Af þessum orsökum gátu hinar dýrslegu þjóðernisæs- ingar og siðlaus þjóðarhroki orðið að óstjórn- legu valdi, sem fyrst og fremst var beint gegn hinum al- þjóðlegu frelsishugsjónum verkalýðsins, og gegn þeim eina flokki, sem tengir hina raunverulegu þjóðfrelsis- baráttu Þýzkalands við hið alþjóðlega hlutverk öreiga- lýðsbyltingarinnar. Ennfremur er þessu valdi beint gegn þeim stjórnmúlafloklcum, sem undanfarin 1U ár hafa fylgt þeirri ákveðnu stefnu, að beygja sig skilyrðislaust undir Versalafriðarsamningana og allar skuldbindingar þeirra. Sívaxandi örbirgð meðal fjöldans og efnalegt hrun smáborgara- og bændastéttarinnar, gerði það mögu- legt, að leiða hinar mörgu miljónir vanþroskaðra, stétt- villtra alþýðu- og millistéttarmanna undir merki þjóð- ernisofstækisins, fólk, sem þráir ekkert heitar, en lausn- ina undan oki auðvaldsins, en sem er hulið í hjúp þeirra örlagaþrungnu blekkinga, að leiðin til þess séu styrjaldir, séu tortíming hinnar alþjóðlegu frelsisstefnu verkalýðs- ins, upplausn verklýðshreyfingarinnar og kommúnista- flokksins. 1 öðru lagi er ástæðan sú, að þýzku auðmannastétt- inni heppnaðist að kæfa í fæðingunni verklýðsbylting- una eftir hrun keisaraveldisins 1918 með stuðningi sósíal- demokrata, enda þótt borgarastéttin gæti ekki þegar í stað þröngvað fjöldanum til þess að sætta sig við sama fyrirkomulagið og verið hafði fyrir stríðið. Þeir voru knúðir til að auka atvinnulöggjöfina og taka sósíaldemo- kratana, sem voru þjóðfélagsleg höfuðstoð þeirra, inn í sjálfa ríkisstjórnina. Junkararnir (stórjarðeigendurn- 50

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.