Réttur


Réttur - 01.01.1933, Side 54

Réttur - 01.01.1933, Side 54
festa ógnarstjórn fasismans í sessi, jafnframt því, sem þeir halda áfram að styðjast við sósíaldemokratana. Sósíaldemokratarnir kæfðu byltinguna í Þýzkalandi 1918 í fæðingunni. Þeir hafa haldið verkalýðnum í æf- intýralegum blekkingum um sigurför jafnaðarstefnunn- ar eftir þróunarleiðum lýðræðisins, án allra fórna og sjálfsafneitana. Þar með hafa þeir leitt fasismann yfir alþýðuna. 7 þessu liyfjur annað hnignunartímabil sósíaldemokrat- anna, hin skyndilega þverrandi áhrif þeirra meðal fjöld- ans, upphaf að nýjum flótta verkamanna úr fylking- um þeirra. Vegna hinnar sívaxandi óánægju verklýðsf jöldans, sem krefst safstarfs við kommúnistana, yfir aðgerðum sósí- aldemokrata, hefir skrifstofuráð II. Alþjóðasambandsins sent út ávarp til verkalýðs allra landa, til þess að reyna að hækka gildi hinna pólitísku verðbréfa sinna. Þar segir m. a. svo: „Vér skorum á verkalvð Þýzkalands og verkalýð allra landa, vcgna hinnar ógnandi hættu, sem verkalýðurinn á yfir höfði sér, að hætta öllum gagnkvæmum áráum og sameinast til baráttu gegn fasismanum. II. Alþjóðasambandið var stöðugt reiðubúið til samn- inga við alþjóðasamband kommúnista um slíkt baráttusamstarf, á sama augnabliki og það æskti þess“. Það er ekkert stefnumál kommúnista, að vera skil- yrðislaust á móti samvinnu við aðra flokka um sameig- inlega baráttu. Þeir fylgja þar fordæmi Engels, sem ritaði í bréfi til Gerson Trier árið 1883, að hann væri svo mik- ill byltingamaður, að hann hafnaði ekki þeirri leið skil- yrðislaust, ef hún reyndist hagkvæmust. Og þeir fylgja fordæmi bolsévikanna og Lenins, sem gerðu mensévik- unum tilboð um baráttubandalag meðan á Kornilows- uppreisninni stóð og breyttu þá um stundarsakir baráttu- aðferð sinni gegn Kerenski og störfuðu kappsamlega að því að vinna fylgi einstökum kröfum á hendur Ker- enski um: fangelsun Miljukows, að verkalýður Péturs- 54

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.