Réttur


Réttur - 01.01.1933, Page 56

Réttur - 01.01.1933, Page 56
aðeins leiddu til æsinga, og að þeir gengju ekki inn á það.. Þegar Hitler kom til valda, endurnýjuðu kommúnistar til- boð sitt, og fengu aftur synjandi svar, eftir að hinn ofsa- fulli fasismi er seztur til valda og blekið á samfylkingar- boðinu í „Vorwárts“ naumast þornað, þá hleypur Wels,. foringi sósíaldemokrata, upp til handa og fóta, til þess að lýsa fyrirlitningu sinni á kommúnistum, og skríður í auð- mýkt að fótum fasismans, þar sem hann skrifar hinum „háæruverða" varakanslara von Papen, að flokkur hans eigi enga samleið með kommúnistum, og það geti ekki ver- ið um neina samfylking þeirra að ræða, og að hinn strangi agi, sem nú ríki í flokki sínum, ætti að færa honum heim sanninn um það, að enga nauðsyn bæri til þess að banna blöð flokksins. Ofsóknir Hitlers-Hugenberg-Papen-stjórnarinnar, sem stefnt er gegn verkalýðsstéttinni, flýtir óhjákvæmilega fyrir hinni sögulegu þróun, en alveg í þveröfuga átt við það, sem þessir herrar ætlast til. Undir ógnarstjórn fas- ismans hafa opnast augu miljóna sósíaldemokratiskra verkamanna fyrir því, að ofsóknunum er ekki eingöngu beint gegn kommúnistum, heldur einnig gegn þeim, jafn- framt því, sem Noske fellur að fótum Hitlers í auð- mjúkri bæn um að mega halda eftirlaunum sínum, og Wels gerist lítilþægur skósveinn böðulsins. Af öllu þessu mun hinn sósíaldemokratiski verkalýður mjög fljótt draga lærdóma sína, og segja að fullu og öllu skilið við^ hina sjvikulu foringja. og rétta kommúnistaflokknum: bróðurhönd sína, eina flokknum, sem berst einlægri bar- áttu fyrir frelsi þeirra, unz yfirlýkur. Kommúnistaflokk- urinn og allar þær miljónir öreiganna, sem fylkja sér undir merki hans, hljóta nú á tímum fasistisku ógnar- stjórnarinnar hraðar en áður lærdómsríka baráttuþjálf- un. Meðal flokksmanna og áhangendahans hefir alltfram á þennan dag gætt allmikilla tálvona og trausts á löghelg- aðar venjur. Nú, þegar alræði Hitlers hefir gert starf- semi kommúnistaflokksins raunverulega ólöglega, og; 56

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.