Réttur - 01.01.1933, Blaðsíða 57
rekur slíkt ofsóknaræði gegn kommúnistiskum verka-
mönnum, þá mun hinn f jölmenni ódrepandi úrvalskjarni
fljótt læra hið rétta. Þeim mun brátt lærast að tengja
ólöglegt starf sitt nánum böndum við víðtæka lýðfrelsis-
hreyfingu fjöldans. Aldrei hafa orð Lenins, sem hann
skrifaði í grein sinni „Tveir heimar“ árið 1910, átt betur
við ástandið í Þýzkalandi heldur en nú:
„KiildhæSni sögunnar olli því, að yfirstéttir Þýzkalands, sem á
siðari hluta 19. ald'ar höfðu stofnað eitt hið voldugasta ríkisvald, sem
liöföu öll skilyrði til hraðfara auðmagnsþróunar og öruggs stjórn-
skipulags, að þær nálgast nú augljóslega slíkt óstand, a'S þetta stjóm-
skipulag, þeirra stjórnskijmlag, verði að brjóta í nafni og í þágu
borgarastéttarinnar sjálfrar ... Þeir tímar nólgast, að þetta tíma-
hil þýzku sögunnar, sem staSið hefir í hálfa öld, verSur af óviðráð-
anlegum orsökum að víkja fyrir öðru nýju tímabili. Tímabilið þegar ■
borgarastéttin gat notað það stjórnskipulag, sem hún hafði skapa'ð, ,
vcrður að víkja úr vegi fyrir tímabili stórkostlegrar byltingasinn-
aðrar baráttu, sem í eðli sínu felur í sér eyðileggingu alls hins borg-
aralega stjórnskipulags, alls hins borgaralega ríkisvalds. En á yfir-
bor'Sinu hlýtur borgarastéttin í ráSaleysi sínu að gera ítrustu til-
raunir til þess (og hún gerir það líka) að losa sig við stjórnskipulag
sitt, sem hún sjálf hefir skapað, og sem nú er oröið óþolandi fyrir
liana! ... Hinn sósíalistiski verkalýður mun ekki gleyma því eitt
augnablik, að framundan er óhjákvæmileg byltingabarátta, sem
mun sprengja sérhvert stjómsldjjulag hins dauðadæmda þjóðfélags.
... I þessu eru fólgin einkenni undirbúnings tímabils byltingarinnar
á Þýzkalandi á okkar dögum“.
Þýzki fasisminn hefir nú hafið ofsóknarherferð á hend-
ur marxismanum og kommúnismanum. En eigi að síður
lifir marxisminn og kommúnisminn og munu lifa. Her-
ópum Hitlers og borgarastéttarinnar, sem gripið hafa
til þessa síðasta hálmstrás, til að flýja undan skapadómi
kreppunnar, mun verða svarað með orðum Marx og
Engels í kommúnistaávarpinu:
„Látum hinar ríkjandi stéttir skelfást af ótta við bylt-
ingu kommúnismans!“
S. M. H. þýddi.
57