Réttur


Réttur - 01.01.1933, Page 59

Réttur - 01.01.1933, Page 59
tæk, fé og eigiium verklýSshreyfingarinnar er stolið, 80 kommún- istiskir þingmenn í ríkisþinginu eru sviftir þingmannaréttindum og 5 miljónir verkamanna á þann hátt rændir öllum pólitískum réttind- um. 30. þús. sósíaldemokratiskra og kommúnistiskra verkamanna og verkamannafulltrúa sitja í fangelsum nasistanna og eru þar ofur- sseldir hinum hryllilegustu miÖaldapyndingum. Vopnaður fa-ista- skríll ræöur lögum og lofum í verkamannahverfum, brýst inn í íbúS- ir verkamanna og tokur konur þeirra og börn sein gísl, ef ekki tekst -að hafa hendur í hári þeirra sjálfra. Pólitískir starfsmenn verkalýSs- hreyfingarinar, þeir, sem ennþá ganga lausir, verSa að fara liuldu höíði, því að heimili þeirra era umsetin af nasistum. Verkamenn ■eru myrtir daglega, síðan Hitler tók við stjórn liafa 247 verkamenn verið drepnir, að því er lögregluskýrsla til stjórnarinnar hermir. Ógnarstjórn fasismans kemur ekki aðeins niður á verkamönnum, heldur eru vísindamenn og menntamenn, sem á einn eða annan hátt istanda nærri verkalýðshreyfingunni, ofsóttir og fangelsaðir misk- unnarlaust. Merkilegum vísindastofnunum, eins og t. d. „Institut í'iir Sozialforsehung“ í Frankfurt am Main er lokað, vegna þess að það á að vera „marxistiskt“. Dýrmæt bókasöfn einstakra manna, ’bókaeignir verkalýðshreyfingarinnar eru brendar á béli í „þriðja ríkinu“, ríki hinna brúnklæddu brennuvarga. Jáfnvel úr opinber- um bókasöfnum ríkisins, landanna og skólanna hafa þessir fjendur allrar menningar látið sér sæma að taka og leggja á bál allar „marx- istiskar" bækur, en svo kalla þeir allt það, sem ber einhvern keim af frjálslyndi í skoðunum eða þykir ekki nægilega mettað prússneskum hernaðaranda. Gyðingaofsóknir slíkar, sem ekki þekkjast dæmi til síðan á mið- öldum eða í Rússlandi keisarastjórnarinnar, eru skipulagSar af :stjóminni og liði hennar um allt Þýzkaland. Þúsundir Gyðinga eru sviftir atvinnuréttindum, stúdentum af Gyðinga-ættum er meinað- ur aðgangur að háskólum og öðrum menntastofnunum, heimsfrægir vísindamcnn, sem varpað liafa Ijóma á þýzka menningu, eins og t. d. Einstein, verða að flýja land. Auðvitað koma þessar ofsóknir að- allega niður á fátækari Gyðingum ]jví að ekki er skert hár á liöfði bankastjóra og auðmanna af Gyðingaættum, end'a hafa sumir þeirra rstutt lireyfingu Iíitlers með fé. I skólana heldur kynflokka- og þjóðahatrið innreið sína í sama mundl og kristindómskennslan er aukin og gerð að skyldunámsgrein. Menningarlegt afturhald og germönsk villimennska haldast þann- ig í hendur undir liinni brúnu ógnarstjórn. Þessi ægilegu tíðindi, sem hér liefir verið lýst að nokkru eru al- varleg viðvörun verkalýðs um heim allan og öllum frjálslyndum mönnum, sem ekki vilja liorfa þegjandi á þaS, að þýzk verkalýSs- hreyfing sé troðin undir fótmn af hinum fasistisku villidýram, aS 59

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.