Réttur


Réttur - 01.01.1933, Page 61

Réttur - 01.01.1933, Page 61
_yfir til stórframleiðslu. Boi’garastéttin notar pólitíska óónœg.ju milli- stéttarinnar, œsir lægstu hvatir hennar á móti öreigunum og reynir þannig að styðja hi'S hrynjandi auðvaldsskipulag. Þessi stefna borgarastéttarinar gengur eins og rauður þráður í gegn um sögu uuSvaldsins í síðustu 14 ár, hvert landið á fætur ööru hefir komist undir stjórn fasismans og nii loks hefir þroskaðasta ríki auðvalds- ins í Evrópu leitað hælis undir verndarvæng hans. En borgarastéttin þýzka steig þetta skref þá fyrst, er fokið var í öll önnur skjól. Sannleikurinn er sá, að fasistalireyfingin var síð- asta varalið hennar, kosningar síðasta árs færðu henni heim sann- inn um það að verkalýðurinn vildi ekki lengur sætta sig við kjör :sín, að hann vildi ekki lifa að sama hætti og áður, borgarastéttin gat því ekki stjórnað að sama liætti og áður. En með valdatöku fas- ismans hefir borgaralega „lýðræðið“ fengið banahögg, og um leið •allar þær tálvonir, sem fjöldi verkamanna bar í brjósti sér um bless- un og ágæti þessa „lýðræðis“. Valdataka fasismans hefir skerpt öll þjóðfélagsspursmál vor og jafnframt sett verkalýðnum tvo kosti: fasistiskt alreeði borgarastéttarinnar eða alrœSi öreiganna. Þýzkir verkamenn eru sem óðast að komast í skilning um þetta og liin sí- vaxandi samfylking alli'a vinnandi manna í Þýzkalandi gegn fas- ismanum, samfylkingin sem er að skapast í verksmiðjunum og á götunum, mun áður en langt um líður sýna það öllum heimi að þýzki verkalýðurinn hefir valið. En samfylkingin gegn fasismanum verður að vera eins alþjóð- leg og verkalýðshreyfingin sjálf. Alþjóðabaráttan gegu fasismanum verður þó eingiingu lióð með því að barist sé gegn honum í hverju ■einstöku landi. Yið vonum að íslenzkur verkalýður skipi sér inn í fylkingaraðir andstæðinga fasistanna, að hann geri allt, sem í hans valdi stendur til að hefta vöxt fasismans á Islandi. AndstœSingar fasista í öllum löndum, sameinist! Kaupmannahöfn, 17. apríl 1933. Sverrir Kristjánsson. Arsœll SigurSsson. FtlTS JÁ. ÆFINTÝRIÐ UNI ÁÆTLUNINA MIKLU. heitir bók, sem nýlega er út komin í íslenzkri þýðingu. Höfundur •er rússneskur vélaverkfræðingur í þjónustu Sovjetstjórnarinnar, M. Ilin að nafni. Þýðandi er Vilmundur Jónsson, landlæknir, en útgefandi Bókmenntafélag Jafnaðarmana. Bókin er, að því er þýð. segir í formála, rituð fyrir rúmlega itveim árum. Ymsar tölur, scm þar koma fvrir, hafa því breytzt. 61

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.