Réttur


Réttur - 01.01.1967, Side 18

Réttur - 01.01.1967, Side 18
ar þriðju, sem fyrr segir, þar sem íslenzkir lista- og menntamenn láta til sín taka. Sú hefur verið ætlun okkar, að þar kæmu fram þær hræringar í listum og menntum, sem bærðust með þjóðinni, strengjagrip, gömul og ný, — sú skynjun og framtíðarsýn, sem skáld Ijóða og sagna, lita og hljóma, geta miðlað okkur. Með því höfum við viljað leggja áherzlu á, að barátta okkar á sér vítt inntak og jákvætt, að hún varðar ekki eingöngu tiltekna utanríkismálastefnu, eða er pólitísk í þrengsta skilningi þess orðs, en tekur til þjóðlífs, menningar og framtíðarsýna. Við höfum viljað sýna, að barátta okkar gegn hernámi, erlendu auðhringavaldi og dáta- sjónvarpi er ekki neikvæðið eitt við þeirri eyðingarhættu, afsiðun og pólitískri undir- okun, sem af þessu má leiða, enda þótt það neikvæði sé forsenda fyrir raunfrjálsu íslenzku samfélagi og sjálfstæðri menningarþróun. Né heldur er þessi barátta sprottin af ást á náttúru Islands einni saman, — fegurð þess í sólbliki sumardagsins, í skuggaleik ljós- rökkvaðra nátta eða í hvítri stjörnudýrð vetr- arins. Og hún á ekki rætur sínar eingöngu í lif- andi tilfinningatengslum og tryggð við sögu og fortíð, í vitund þess, að þetta land er vígt af striti, fögnuði og hörmum farinna kynslóða, að mold þess geymir grónar grafir áa okkar og formæðra — og bein liðinna ættmanna blikna þar á afskekktum beiðavegum eða á sjávarsöndum fyrir ströndum frammi. Og ekki er hún heldur af því einu sprottin, að svo til hvert örnefni hér segir okkur sögu, greinir frá örlögum þjóðar og einstaklinga, ósigrum þeirra og sigrum um meira en þúsund ára skeið. Allar þessar ástæður eiga sinn þátt í bar- áltunni, eru sá bakgrunnur, sem hún rís af. En kveikjan sjálf eða aflvakinn er draum- urinn, sem upp af þeim grunni vex. Svarið við þeirri spurningu, sem hver óspilltur æsku- maður spyr sjálfan sig: spurningunni: Hvað viltu verða? — Andsvar þeirrar spurnar, sem hver framsækin kynslóð hefur uppi um fram- tíð lands síns og hlut þess í samskiptum og samfélagi þjóðanna. Það er draumurinn um landið, er ég kalla svo, — og þegar ég segi landið, á ég við samleik og einingu fólks og lands. Þessi draumur um landið, þessi fram- tíðarsýn, á sér að vísu rætur í sögu og erfð og skiptir nokkuð um svip með kynslóðum. En hann sprebtur upp úr veruleika líðandi stundar, úr spennunni milli staðhafnar og möguleika, — þess sem er og getur orðið. Hann er myndin, sem við vörpum fram á veg- inn og gerum að takmarki og keppikefli. Það er þessi draumur um landið, sem ver- ið hefur aflvakinn í allri þjóðlegri framsókn, svo sem var alla 19. öld og fram á okkar daga. Það var um 'hann, sem skáldið forðum kvað við fjallkonuna: ,,En þó fegurst og kærst / og að eilífu stærst, / ertu í ást og í framtíðar vordraumum barnanna þinna.“ — Draumurinn getur að vísu þrúgazt undir fargi ánauðar, fátæktar og 'hörmunga og fölskv- azt í vafstri 'blindrar eiginhagsmunahyggju, en hann lifir samt áfram í brjósti flestra ís- lendinga, — jafnvel með þeim undir niðri, sem láta svo, sem slíkir draumar séu úrelt fortíðar- fyrirbrigði. Það er í nafni þessa draums um fullvalda ríki, friðlýst og hlutlaust og efna'hagslega sjálf- stætt, sem við höfum barizt og berjumst gegn því, að ísland verði áfram útvígi framandi stórveldis og 'hernaðarbandalags og verstöð erlendra auðhringa. T hans nafni höfum við krafizt þess, að þjóðin mótaði sjálf og sjálfstætt eigin menn- ingu og uppeldi barna sinna, en léti ekki lágsigld erlend fjölmiðlunartæki koma þar við sögu. Og hans vegna þykir okkur líka hlýða, að ísland eigi sér sjálfstæða rödd á þingum á alþjóðavettvangi, rödd, sem tali máli friðar og frelsis, hver sem í hlut á, og láti ekki óvið- komandi aðila segja sér í neinu fyrir verkum. 18

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.