Réttur - 01.01.1967, Qupperneq 26
er sköpuð aðstaða til íþróttakennslu, ýmissar
sérkennslu og félagsstarfsemi nemenda innan
veggja skólans. Það upplýstist t. d. nýlega að
37% unglinga á barna- og gagnfræðastigi í
Reykjavík njóta ekki lögboðinnar kennslu í
leikfimi vegna skorts á íþróttahúsnæði. Þetta
er aðeins eitt dæmi um það í hvílíku ófremd-
arástandi skólamál okkar eru. Við framkvæmd
þeirra ræður það sjónarmið enn miklu að
hægt sé að bjargast af með hálfnaktar kennslu-
stofur sem nemendum er troðið í til að inn-
byrða bóklega fræðsiu og þar sem lítil tök
eru á að virkja hæfileika þeirra og iífsþrótt
til sjálfstæðrar og skapandi vinnu. Viðreisn-
arstjórnin hefur engar úrbætur gert á þessu
ástandi, og á sumum sviðum fræðslumála á
hún beinlínis sök á því að enn hefur sigið á
ógæfuhliðina.
Það sem hér hefur verið sagt um skólahús-
næðið gildir engu síður um aðrar stofnanir
sem inna af hendi félagslega þjónuslu. Otald-
ar fjölskyldur í Reykjavík og öðrum stærstu
kaupstöðum landsins sem eiga börn á unga
aldri, hafa rekið sig á hinn tilfinnanlega
skort sem er hvarvelna á dagheimilum fyrir
börn. Enda þótt engum geti dulizt að brýna
nauðsyn ber til að þeim sé fjölgað stórlega,
'hefur borgarstjórnaríhaldið í Reykjavík ekki
enn losað sig við þann frumstæða hugsunar-
'hátt að barnaheimili séu í ætt við hið illa,
kommúnisma eða eitthvað þaðan af verra.
Það hefur ekki enn fengizt til að viðurkenna
þá staðreynd að konur eru í dag orðnar virk-
ur aðili í atvinnulífinu og þar af leiðandi
eigi þær kröfu á því að samfélagið taki þátt
í barnauppeldinu. Það er alkunna að barna-
heimilin í Reykjavik geta einu sinni ekki hýst
börn allra fráskilinna kvenna, ógiftra mæðra
og ekkna sem eiga að þeim forgangsrétt. Hér
er því um stórkostlegt þjóðfélagsvandamál að
ræða sem bagar ekki aðeins hlutaðeigandi fjöl-
skyldur, heldur sviptir einnig þjóðfélagið dýr-
ír.ætum vinnukrafti.
Um sjúkrahúsmálin þarf naumast að fjöl-
yrða, svo mjög hefur ásigkomulag þeirra ver-
26
ið rætt að undanförnu. Rýmið og starfaðstað-
an sem sjúkrahús höfuðborgarinnar bjóða
upp á, eru í engu samræmi við þörfina svo
að algengt er að fólk verði að bíða mánuðum
saman eftir leguplássi. Verður heilsutjónið
sem af því hlýzt, ekki mælt í tölum. — Bygg-
ing Borgarsjúkrahússins er lýsandi dæmi um
óhagkvæmni og óráðssíu við verklegar fram-
kvæmdir: vegna þess hve byggingarfram-
kvæmdirnar hafa dregizt óhóflega á langinn
sökum fjárskorts hefur tíminn kallað á nýjar
og nýjar breytingar, miðað við upphaflega
teikningu, og byggingarkostnaðurinn rokið
upp úr öllu valdi. Hann nemur nú orðið 220
milljónum og vantar þó enn mikið á að starf-
ræksla spítalans geti hafizt!
Sami skorturinn, sama eymdin, sama van-
rækslan verður uppi á teningnum þegar litið
er á bóka- og listasöfn þjóðarinnar. Hin 6ár-
fátæka íslenzka þjóð taldi ekki eftir sér að
kosta byggingu Landsbókasafnshússins sem
lokið var við 1906 og enn stendur við Hverfis-
götu — veglegur minnisvarði um stórhug alda-
mótakynslóðarinnar. Enn þann dag í dag —
að sex áratugum liðnum — er Landsbókasafn-
inu fyrir komið í þessari þunglamalegu bygg-
ingu, ásamt Þjóðskjalasafni og Handritastofn-
un landsmanna. Engum getgátum þarf að því
að leiða hvílík spennitreyja hún er orðin þeim
öllum, einkanlega hinum tveim fyrrnefndu, og
hefur lengi verið. Oljúgfróðir menn segja að
rniklu magni óbætanlegra, skriflegra heimilda
um líf og sögu þjóðarinnar hafi bókstaflega
verið kastað á glæ af þeirri óskáldlegu ástæðu
að engin smuga fyrirfannst í Þjóðskjalasafn-
inu er gæti tekið við þeim. Um Landsbókasafn-
ið er það sannast sagna að fjárveitingar til
bóka- og tímarilakaupa og bókbands hafa lengi
verið svo hraksmánarlegar (1967: 1.3 millj.
kr. eða jafngildi einnar 5 herbergja íbúðar!)
að bókakostur þess liefur rýrnað stórlega að
tiltölu við tímans rás. í núverandi ástandi er
það ófært um að gegna hlutverki sínu sem
fræðamiðstöð. — Til þess að gera langa rauna-
sögu stutta skal svo aðeins minnt á að íslenzka