Réttur


Réttur - 01.01.1967, Qupperneq 27

Réttur - 01.01.1967, Qupperneq 27
þjóðin hefur enn þá vafasömu sérstöðu meðal sjálfstæðra menningarþjóða að eiga ekkert Listasafn, enda þótt listamenn hennar hafi verið ósparir á listsköpun og hafi jafnvel lagt hinu ósýnilega safni til vænar fjárfúlgur. Við- reisnarstjórnin hefur ekki séð ástæðu til að breyta þessari staðreynd, enda þótt hún státi af því að stjórna fyrir hönd þjóðar sem fram- leiðir meiri verðmæti per capita en allar aðr- ar, að tveim undanskildum. Er það í góðu sam- ræmi við afstöðu hennar til íslenzkrar menn- ingar að öðru leyti. TVEIR KOSTIR Allar þessar ófullnægðu sameiginlegu þarf- ir eiga sér vitanlega langan aðdraganda; þær hafa verið að þróast og skerpast á undanförn- um áratugum, samfara vexti Reykjavíkur og annarra kaupstaða. Það væri fjarstæða að halda því fram að viðreisnarstjórnin ein eigi sök á því hvernig komið er. En ábyrgð henn- ar er þeim mun þyngri sem hún hefur látið hin- ar ófullnægðu almannaþarfir hrannazt upp á tímum einstaks góðæris, samfara hinum öra vexti þéttbýlisins í Reykjavík og nágrenni og samfara vaxandi tæknimenningu sem kallar óhjákvæmilega á aukin ríkisafskipti. Hefði hún kosið að koma til móts við hinar nýju og vaxandi almannaþarfir þá hefði hún orðið að takmarka umsvif einkabraskaranna og skerða frelsi auðmagnsins. Það er einmitt hið gagn- stæða sem viðreisnin hefur gert. Hún hefur, eins og að framan greinir, gefið verzlunar- auðvaldinu lausan tauminn og veitt því stærri hlut af þjóðartekjunum en eðlilegt getur tal- izt jafnvel frá sjónarmiði kapitalísks þjóðar- búskapar. Þetta verzlunarvald spyr ekki að- eins um hverjar séu hinar raunverulegu þarfir landsmanna er geri þeim lífið bæði auðugra og mannlegra sé þeim fullnægt; það vekur einnig — með auglýsingaáróðri sínum — ýms- ar gerviþarfir sem fólk lætur telja sér trú um að fullnægja þurfi til þess að það geti talizt „nútimalegt" og í samræmi við „kröfur tím- ans.“ Verzlunarfrjálsræðið margrómaða er m. ö. o. frelsi til handa heildsölum og kaupa- héðnum til þess að þeir geti óhindrað skil- yrðisbundið neytendurna til að fá fullnægt þeim þörfum sem gróðahvöt seljandans og hé- gómagirnd kaupandans skapar. Á þennan læ- víslega hátt tekst verzlunarauðvaldinu að herða sleitulaust á einkaneyzlunni og svelgja undir 27

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.