Réttur


Réttur - 01.01.1967, Page 31

Réttur - 01.01.1967, Page 31
an Kyrrahafs. Dollarinn hefur rennt stoSum undir stjórn, sem annars eftir öllum eðlileg- um sólarmerlcjum œtti fyrir löngu að vera fallin. Mikilvœgustu stuðningsmenn Diem eru í Norður-Ameríku, ekki í Suður-Vietnam.“ Baráttan gegn Saigonst j órninni „Hvað táknar það, er nœr vopnlausir menn gera uppreisn gegn innlendri leppstjórn, sem styðst við stórveldi, er hefur her í landi þeirra, gráan fyrir járnum og búinn til bardaga? Eitt er víst: Slíkt gera menn ekki út í blá- inn. Þess konar uppreisn er aðeins gerð gegn slíkri áþján, að menn telja sig engu liafa að tapa, — allt að vinna.“ Þessi orð lét Sigurður Líndal falla í ræðu í Gamla bíó 6. nóv. 1956, og eiga þau ekki síður við um uppreisn þjóðfrelsisfylkingar Suður-Vietnam árið 1960. Tvær höfuðástæðurnar til þess að þjóðfrels- isfylkingin var stofnuð og að gripið var til vopna eru: Talið var vonlaust að stjórnin í Saigon myndi fallast á frjálsar kosningar og landið sameinað á ný. í skjóli bandarísks hervalds mundi hún sitja eins lengi og sætt væri. Hin ástæðan á sér félagslegar rætur. Orðin var lífs- nauðsyn að brjóta á bak aftur lénsskipulag jarðeigendanna í Suður-Vietnam, sem arð- rændu bændurna í skjóli stjórnar Diem, eins og í skjóli Frakka áður fyrr. Erfitt var leng- ur fyrir bændur, leiguliða og landbúnaðar- verkamenn að búa við slíka áþján. Barátta bændanna í Vietnam minnir því í mörgu á bændauppreisnir miðalda í Evrópu. A árunum 1959—60 beitti Diem-stjórnin ofbeldi til að eyðileggja þá skiptingu á jörð- unum, sem Viet-Minh hafði framkvæmt á með- an á nýlendustríðinu við Frakka stóð. Þetta leiddi m. a. til stofnunar Þjóðfrelsisfylkingar Suður-Vietnam árið 1960, 31

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.