Réttur


Réttur - 01.01.1967, Side 38

Réttur - 01.01.1967, Side 38
verið fjölmennari en þeir ríku, leiddi stefna Rómaveldis til misréttis, óréttlœtis og minstr- ar hamingju fyrir sem flesta íbúa. Akvörðun Bandaríkjastjórnar að taJca að sér hlutverk Rómaveldis, ef ég hef tnelið ástandið rétt, Jiej- ur verið gerð með ráðnum Jiug.“ Milljónir manna, karla, kvenna og barna, standa augliti til auglitis við hungurdauðann. Samtímis eiga margar fátæku þjóðanna í hernaðarátökum og stjórnmáladeilum við yf- irstétt heimsins. — Þetta er stéttarbarátta á alþjóðamœlikvarða og þessi stéttarbarátta harðnar stöðugt. Til að varðveita status quo í heiminum og vernda þar með sín miklu auðæfi og hags- muni, hafa Bandaríkin úlnefnt sig sem lög- reglustjóra gegn þjóðfélagsbreytinguin. Blóð- drefil löggæzlustarfs síðustu 20 ára má rekja í: Grikklandi, Indonesíu, Malaya, Kóreu, Guatemala, Líbanon, Kongó, Angóla, Mosam- bic, Panama, Kúbu, Dóminíku og nú síðast í Vietnam. Um allan heim reyna Bandaríkin og fylgiríki þeirra að kæfa í blóði vaxandi fjölda- hreyfingar, sem berjast fyrir auknu þjóðfé- lagsréttlæti til handa hinum sveltandi % hluta heimsbúa. Uppreisnir íbúa Asíu, Afríku og Rómönsku Ameríku gegn óbærilegum lífskjörum og stjórnarháttum, leiða fyrr eða síðar til deilna við forustuþjóð andbyltingaraflanna — Banda- ríkin. Stjórnendunum í Washington er þetta ljóst, en þó einkum þeim, er stjórna að tjalda- baki og láta í ljós skoðanir sínar á kauphöll- inni í Wall Street. í Vietnam ætla þessi öfl að gera íbúum þró- unarlandanna ljóst í eitt skipti fyrir öll, hver ákveður lífskjör þeirra, — þ. e. líf þeirra eða dauða í löndum hungursins. Johnson lét svo ummælt í ræðu: „Að ef sJcœruhernaður heppnaðist í Asíu, gœti Jvann alveg eins tekizt í Afrílcu eða Róm- önsku Ameríku.“ Þessi orð, sem sögð voru í tilefni af Viet- namstríðinu, minna óhugnanlega á gömlu slag- orðin frá fyrri heimsstyrjöldinni, þ. e.: „Styrjöld, sem binda skal endi á allar styrj- aldir.“ Allt bendir til, að Johnson líti þeim augum á styrjöldina í Vietnam. En hann álítur einn- ig heiður Bandaríkjanna í veði í Vietnam. í því tilliti mætti hann minnast orða hins aldna baráttumanns gegn kommúnismanum, Konrad Adenauers, er hann lét falla í viðtali við New York Times í ágúst 1965: „Johnson hóf ekJci þennan galdraseið. Hann erfði hann frá Kennedy. Johnson verður því að éta þann seið, sem Kennedy gerði. En þeg- ar stórþjóð mœtir meiri örðugleikum en hún vœntir við framkvœmd stefnu sinnar, þá er engin auðmýking að breyta um stefnu. Þið verðið að koma yJckur burt jrá Vietnam, það er það eina, sem þið getið gert.“ Mótsetningarnar milli Bandaríkjanna og þriðja heimsins aukast stöðugt. Á meðan 10.000 manns deyja daglega úr hungri í þriðja heiminum, sér Bandaríkjastjórn til þess að matvörur séu settar á lager eða eyðilagðar. Það eru matvörur, sem nægja mundu til að seðja þá alla. Og allt þetla gera þeir til að hindra verðfall. Markmið Bandaríkjanna allt tímabil kalda stríðsins, og enn í dag, hefur verið að mynda varnarmúr gegn þjóðfélagsbyltingum, fyrst i Evrópu, síðan í þriðja heiminum. Með þessu hafa þeir mótað og styrkt hernaðarleg, efna- hagsleg og stjórnmálaleg heimsyfirráð sin. Til að verja hagsmuni bandarískra kaupsýslu- manna, er ekki skirrst við að beita fullkomn- um morðtækjum nútímans gegn bændaþjóð í Suðaustur-Asíu. Krafa fátækra bænda um bætt lífskjör og yfirráð yfir eigin auðlindum, brýt- ur í bága við gróða mannanna í Wall Street. Á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna 1821 sagði John Quincy Wright í ræðu að „Banda- ríkin reyndu ekki að eyða illu erlendis,“ og benti jafnframt á, að ef svo færi, þá gætu Bandaríkin orðið „einrœðisherra heimsins, en án þess að hafa þá lengur stjórn á sér.“ Ákvörðun Washington að gerast Róm okkar tíma, er í algerri mótsögn við sögu þjóðarinn- 38

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.