Réttur - 01.01.1967, Page 41
Á síðari hluta fimmta tugs þessarar aldar
fór áhugi manna fyrir áhrifum barna'heimilis-
vistar á ungbörn að vakna fyrir alvöru. Á
styrjaldarárunum varð geysilegur fjöldi barna
að skiljast við foreldra sína af hernaðarástæð-
um og vistast á barnaheimilum. Menn veittu
því þá eftirtekt, að ungbörnin döfnuðu ekki
eins og skyldi, dauðsföll voru óeðlilega tíð og
andleg veiklun fylgdi einatt í kjölfar 6líkrar
vistunar. Þetta varð til þess, að sálfræðingar
fóru að rannsaka þessi mál, og má óefað telja
niðurstöður þeirra til þess merkara, sem fram
hefur komið í barnasálfræði og geðlæknis-
fræði barna á síðari tímum. Flestar menning-
arþjóðir, sem láta sig aðbúð og uppeldisskil-
yrði barna einhverju varða, hafa talið sér
skylt að taka þessar rannsóknir til yfirvegun-
ar og breyta fyrirkomulagi barnaheimila sinna
í samræmi við það, sem talið var heilsusam-
legast.
Forgöngumenn í þessum rannsóknum voru
brezki læknirinn John Bowlby og svissneski
læknirinn René A. Spitz. Rannsóknir þeirra
munu hafa verið mörgum kunnar hér á landi
um árabil, enda mikið verið um þær ritað
bæði á Norðurlandamálum og öðrum tungum.
Sitthvað mun einnig hafa verið um þær skrif-
að á íslenzku á liðnum árum. Hér vil ég vitna
í tvo höfunda, sem útlista og gera grein fyrir
þessum rannsóknum og niðurstöðum þeirra.
í bók sinni, Uin mttleiSingu, Rvík, 1964.
bls. 109—11, kemst höfundurinn, prófessor
Símon Jóh. Ágústsson, svo að orði:
„Nútíma rannsóknarmenn hafa leitt að því
mjög sterk rök, að allt frá þriggja mánaða
aldri og einkum úr því að barnið er 6 mán-
aða, er það í hættu, þegar það er vanrækt til-
finningalega. Skaðsamlegar afleiðingar fyrir
barnið hefur úr því tilfinningaleg vanræksla,
sem stendur lengur en þrjá mánuði og ef hún
stendur lengur en eitt ár, má búast við því,
að barnið kunni að bera hennar menjar alla
ævi. Hér er átt við börn á aldrinum sex mán-
aða til tveggja ára.
Án hæfilega fjölbreyttra ytri skynhrifa og
félagslegrar örvunar sljóvgast og visnar sál-
arlíf barnsins. Þessi örvun fer fram á margvís-
legan hátt: með líkamlegri nálægð og snert-
ingu móðurinnar .... Ef barnið fer að miklu
leyti á mis við þessa önrun, einkum úr því að
það er þriggja mánaða, hefur það skaðsam-
leg áhrif á allan sálarþroska þess og persónu-
gerð .... Mikið vandhæfi er á að reka vöggu-
stofur á þann hátt, að börn fái þar næga örv-
un. Þeim er yfirleitt ekki sinnt nóg, svo að
þau skortir hvatningu, sem mannlegur félags-
skapur og um'hverfi annars veitir þeim í góð-
um og sæmilegum fjölskyldum. Oft er aukið á
þessa einangrun með óheppilegu og úreltu fyr-
irkomulagi .... Fjölmargar rannsóknir á
börnum, sem lengi 'hafa verið á vöggustofum
reknum á þennan hátt, hafa ótvírætt leitt í
ljós, að einangrun, skortur á örvun og félags-
tengslum við aðra, stórheftir allan andlegan
þroska þeirra. Kemur það fram á ýmsan liátt:
sem deyfð, áhugaleysi, þunglyndi og tilfinn-
ingaslj óleiki.“
Ennfremur segir sami höfundur: ,,.... má
fullyrða, að of fábreytt umhverfi, þar sem
ungbarnið skortir skynjunarörvun og er ekki
í eðlilegum félagstengslum við móður sína
(staðgengil hennar) og síðar við annað fólk,
sé mjög óhagstætt öllum andlegum þroska
þess. Ef á þetta brestur mikið sakir afskipta-
leysis og einangrunar, er andlegur þroski barna
að miklu leyti kyrktur í fæðingunni og per-
sónugerð þeirra raskast. Slík meðferð ung-
barna er sama eðlis og hinn óhugnanlegi
„heilaþvottur,“ sem flestir eiga ekki nógu
sterk orð til að fordæma.“
I bók minni, Ur hugarheimi, Rvík., 1964,
er komizt svo að orði á bls. 190—192: „Veiga-
mikil undirstaða andlegs heilbrigðis er eðli-
leg þróun geðtengsla. Hefur verið lögð áherzla
á, að skilyrði fyrir slíkri þróun sé stöðugt og
náið samband barnsins við heilbrigða foreldra,
einkum móðurina. Ef það samband rofnar,
má búast við sálrænum truflunum, sem geta
verið alvarlegs eðlis. Einkum gildir þetta um
ungbörn og er aldurinn 6—18 mánuðir tal-
41