Réttur - 01.01.1967, Qupperneq 43
að börnin bíði sem minnst tjón af. Ég tek þó
ekki nema helztu drættina, þá sem ég hygg að
flestir geti verið sammála um, og þá sem í
rauninni liggja alveg í augum uppi, ef menn
á annað borð vilja taka niðurstöður þessara
rannsókna og annarra hliðstæðra til greina.
Eins og áður getur, ber af öllum mætti að
forðast, að tengsl móður og barns rofni meira
en nauðsynlegt er. Það er þungamiðja alls og
allar ráðstafanir stefna að því, að hamla gegn
aðskilnaði eða þá að reyna að bæta barn-
inu liann upp með öllum ráðum. Af þessum
sökum er móðurinni gert að skyldu — þegar
hægt er að koma því við — að heimsækja
barnið á hverjum degi og annast það að ein-
hverju leyti, t. d. gefa því að borða. Er mæðr-
unum þá séð fyrir viðeigandi aðstöðu til að
sinna börnum sínum. Þar sem mörg börn þola
þessi tengslarof sérstaklega illa á aldrinum
6—18 mánaða, er á sumum hinna beztu barna-
heimila ætluð sérstök herbergi til þess að mæð-
ur geti dvalizt þar hjá börnum sínum tíma og
tíma.
Ég sagði, að mæðrum væri gerl að skyldu
að heimsækja og annast barnið. A því er
vissulega reginmunur og liinu, að mæðrum sé
leyft að heimsækja barnið, en að öðru leyti
látnar afskiptalausar. Gott barna'heimili grein-
ist frá slæmu ekki minnst í því, að á hinu fyrr-
nefnda er góður skilningur á þýðingu móður-
innar fyrir barnið og allt gert til þess að treysta
og viðhalda nánu sambandi á milli þeirra. Nú
er það svo með margar mæður, sem setja börn
sín á vistheimili, að þær eru óþroskaðar, fá-
kunnandi um þarfir barna og lítt til móður-
um'hyggju fallnar af mörgum ástæðum. 011-
um ber saman um, að nauðsynlegt sé að kenna
þessum mæðrum umönnun barna sinna, brýna
fyrir þeim skyldur þeirra og ábyrgð. Því þarf
forstöðukona heimilisins og sérfræðilegir
ráðunautar að leggja mikla alúð við þessa
hlið málsins. Sé þessu atriði gefinn góður
gaumur kemur fljótt í ljós hvaða mæður geta
tekið börnin aftur, er aðstæður þeirra breyt-
ast og hverjar þarf að svipta forræði. Þetta er
mjög þýðingarmikið, vegna þess að með því
móti er hægt að ganga fljótt úr skugga um,
hvaða börnum þarf að sjá fyrir varanlegu
einkafóstri. Miða ber að því að hafa barna-
heimilisdvölina eins skamma og mögulegt er, en
sjá barninu sem fyrst fyrir móðurstaðgengli.
Allir eru sammála um, að það sé í hæsta
máta óheppilegt að reka vöggustofur sem
sjúkrahús. Séu þau börn, er koma á vöggu-
stofuna veik — eða veikist þau — á vitaskuld
að stunda þau á barnadeildum sjúkrahúsa
eins og önnur börn. Engin rök mæla með því,
að vöggustofur skuli líkjast sjúkrahúsum.
Margar röksemdir eru hins vegar á móti. All-
ur svipur vöggustofunnar verður einhæfari og
óheimilislegri, umönnun oft ópersónulegri, ó-
þörf áherzla lögð á kerfisbundna reglusemi, og
sérvizkulegt hreinlæti. Allt þetta er í andstöðu
við þá eðlilegu grósku og lífræna frjálsræði,
sem þarf að umlykja barnið til þess að það
fái notið sín.
Samkvæmt þessu á því forstöðukona vöggu-
stofu að vera fóstra með haldgóða sérmennt-
un og þjálfun í meðferð ungbarna. Hún þarf
að búa yfir traustri þekkingu á þörfum
barna og þroskaskilyrðum þeirra og vera vel
vitandi um þær hættur, sem geta verið sam-
fara starfrækSlu vöggustofu. Forstaða slíkrar
stofnunar er vissulega vandasöm staða og
ekki á færi annarra en úrvalskvenna að gegna
henni svo að vel fari. Það er vonandi ekki úr
vegi að geta þessa hér, þar sem nú mun standa
fyrir dyrum ráðning íorstöðukonu á þá stofn-
un, sem hefur orðið tilefni til þessarar grein-
argerðar.
Nánasti ráðgjafi forstöðukonunnar er
barnasálfræðingurinn og hún þarf einnig að
eiga greiðan aðgang að félagsráðgjafa varð-
andi samstarfið við mæðurnar, en sá starfs-
maður hefur einnig með höndum að aðstoða
mæðurnar í einkamálum þeirra og stuðla sem
bezt að því, að þær geti tekið við börnum sín-
um og búið þeim viðunanleg uppeldisskil-
yrði. í þriðja sæti kernur svo hinn ráðgef-
andi barnalæknir, einnig hann má gjarnan
43