Réttur - 01.01.1967, Page 46
árið 1962 varð hann að greiða 39 poka fyrir jepp-
ann. Þróunarlöndin töpuðu á áratugnum 1951—61
yfir 1 3 milljörðum dollara vegna verðfalls á hrá-
efnum, — sumir segja miklu hærri upphæð. Fjár-
festing auðhringanna ! þróunarlöndunum þýðir, að
þeir draga auð til s!n frá þeim, — ekki öfugt eins
og áróðursmenn auðvalds halda fram. A árunum
1952 til 1962 nam fjármagns,,flóttinn" frá Suð-
ur-Ameríku til Bandaríkjanna 10 milljörðum doll-
ara.
BANDARÍSKA
LAUSNIN
Það eru „þögul þjóðarmorð," sem þannig er
verið að fremja. Það svelta fleiri í heiminum ! dag
en nokkru sinni fyrr ! sögu mannkynsins. Og sér-
fræðingar spá mestu hungurneyð sögunnar á ára-
tugnum 1980—90, ef svo heldur áfram sem horf-
ir. .
Og ef þjóðirnar rísa upp gegn þessu hungri og
arðráni, þá bíður þeirra bráður dauði af völdum
Bandaríkjahers: eitur, logi, sprengjur; morð ! hvers
konar mynd, sem nýtízku stóriðja hinna ríku getur
úthugsað hinum fátæku. Æðisgengin drápsherferð
Bandaríkjahers í Vietnam er ólygnust raunin.
HRAKSPÁR
„JÁRNHÆLSINS"
RÆTAST
Jack London lýsti þv! fyrir hálfri öld ! skáldsögu
sinni „Járnhællinn," hvernig bandaríska auðvald-
ið myndi fara að þv! að viðhalda með ógnarstjórn
veldi sínu ! heiminum. Aðferð þess var sú að kaupa
mikinn hluta verkalýðsins með því að veita hon-
um sæmileg lífskjör, — og tekst þannig að svæfa
hann og svifta baráttuþrótti, — en hinn hluta al-
þýðunnar í heiminum kúgar auðvaldið með vægð-
arlausri harðstjórn. Eru lýsingar Jack Londons á
aðferðum svipaðastar sannspá um aðferðir þýzkra
nazista forðum og bandarískra hersveita nú ! Viet-
nam. Með því að kljúfa alþýðu heimsins þannig í
tvennt, tekst ameríska auðvaldinu að viðhalda yf-
irdrottnun sinni ! heiminum í nokkrar aldir —— ald-
ir Járnhælsins.
Þessi óhugnanlega lýsing Jack Londons þótti
fjarri öllum likum, er hún var skrifuð um 1912.
En þýzkir fasistar og amerískir afturhaldsmenn
hafa nú þegar sýnt þá grimmd og villimennsku !
viðureign við alþýðu þá, er berst fyrir frelsi slnu,
sem menn í upphafi þessarar aldar gátu ekki trúað
að til væri á tuttugustu öld.
Og drottnunaraðferð Járnhælsins er einmitt sú,
sem amerlska auðvaldið beitir á heimsmælikvarða:
reyna að sefa verkalýð Norður-Ameríku og Evrópu
í krafti kjarabóta og áróðurs og helst sættast við
sósíalistískar rikisstjórnir Evrópu, — en skipuleggja
valdarán, manndráp og múgmorð um allan hinn
„þriðja heim," til þess að hindra þar þróun til al-
þýðuvalda, en kæfa ella í blóði alþýðustjórnir, ef
til valda komast.
Alþýða heims þarf að átta sig til fulls á þessari
sérstöku aðferð við að „deila og drottna." Róttæk-
ir menntamenn og sósíalistar jafnt ! Evrópu sem
Bandarikjunum sjálfum, sýna í vaxandi mæli skiln-
ing á þessu og breyta samkvæmt því.
Við íslendingar megum ekki láta vorn hlut eftir
liggja. — E. O.
I
j
46