Réttur - 01.01.1967, Side 55
21. nóv. 1965, undir fyrirsögninni
„Kommúnistar," og lauk henni á
þessa leið:
„I fljótu bragði myndi erfitt að
finna skyldleika með hinum unga
vélvirkja frá Alicante og hinum
roskna lögmanni frá Bloeinfontein,
en þó eru þeir tengdir traustum
höndum. BáSir hafa fest órofa tryggS
við hugsjónir kommúnismans um
jafnrétti og bræðralag allra manna;
báðir hafa þeir, hvor á sínum stað
og hvor með sínum liætti, unnið
þeim hugsjónum allt sem þeir máttu
og báðir eiga þann manndóm og
karlmennsku að hvika ekki frá
sannfæringu sinni, hve mjög sem
á móti blæs. í aldarlangri sögu
hinnar kommúnistísku hreyfingar
hafa þessir jafnan verið eiginleikar
þeirra, sem báru kommúnistaheitiS
með rentu. Þeir eru sjálfsagt færri
en skyldi sem standa undir því nafni
en öllum er gefinn kostur á að vinna
til þess.“
World Morxist- Review. 11. hefti.
Prag 1966.
Hefti þetta er sérstaklega eftir-
tektarvert fyrir margar og merki-
legar greinar um vísindin og þjóð-
félagið, sérstaklega um tæknibylt-
inguna nýju og allar afleiðingar
hennar. Fjöhnargar aðrar fróðlegar
greinar eru í heftinu víða að.
Síðast í þessu hefti er minnst
þriggja leiðtoga meðal margra, sem
frelsishreyfingarnar í rómönsku
Ameríku hafa misst í hetjulegri
baráttu sinni undanfarið. Þeir eru
þessir:
Luis Turcio, er var einn af höf-
uSleiðtogum frelsisharáttunnar í
Guatemala. Ilann var ekki orðinn
25 ára, er hann féll í skæruhern-
aðinum, en frá því í nóvember 1960
barðist hann ásamt fleiri lærðum
liðsforingjum úr amerískum her-
skóla í broddi fylkingar gegn aftur-
haldsstjórn Fuentes. Hreyfing þeirra
var kennd við „13. nóvember,“ er
uppreisnin hófst. Hreyfing komm-
únista var kennd við „20. október"
og hreyfing stúdenta við „12. apríl.“
Turcio var foringi sendinefndar upp-
reisnarmanna á þriggja heimsálfa
þinginu í Ilavana á Kúhu í janúar
1966. Skömmu síðar gekk hann í
Alþýðuflokk Guatemala (Kommún-
istar). En síðar á árinu féll hann
í bardaga við her afturhaldsstjórn-
arinnar.
Fabrico Ojeda var einn höfuðleið-
togi þjóðfrelsishreyfingarinnar í
Venezuela. Ilann liafði sem ungur
menntamaður hyrjað baráttuna í
róttækum borgaraflokkum. kynst
1953 fangelsum afturhaldsstjórnar-
innar, sem var leppur fyrir banda-
ríska olíuauðvaldið, verið harð-
skeyttur hlaðamaður á daginn, en
aðalskæruliðaforingi á laun. 1957
hafði Kommúnistaflokkur Venezu-
ela ásamt ýmsum fleiri samtökum
skipulagt „uppreisnarsamtök ætt-
jarðarvina" og 23. janúar 1958 tókst
þeim að steypa herforingjastjórn
Jimenez og um tíma komst á lýð-
ræði. Ojeda var kosinn þingmaður
fyrir Caracas-borg.
Þegar afturhaldsstjórn Belan-
courts hóf ofbeldisaðgerðir sínar og
uppreisn hófst á ný, hélt Ojeda enn
til fjalla til að berjast með vopn
í hönd. En ríkisstjórninni tókst að
ná honum, níðast á honum og lét
dæma hann í 18 ára fangelsi. En
1963 tókst Ojeda að flýja á æfin-
týralegan liátt, komst til fjalla og
varð forseti þjóðfrelsisfylkingarinn-
ar, er ræður yfir hluta af Venezuela.
En í júní 1966 náði stjórnarherinn
honum og nú var liann kvalinn til
bana í pyntingarklefum SIFA, en
svo nefndist leynilögregla hersins í
Venezuela.
Camillo Torres varð leiðtogi
frelsishreyfingarinnar í Kolumbiu,
kaþólskur prestur, fæddur 1929, son-
ur ríkra foreldra. Vígður 1954. 1960
kapelán og síðan deildarforseti
þjóðar-háskólans. Gerðist hinn bezti
forustumaður í víðfeðina þjóðfylk-
ingu, er náði allt frá kommúnistum
til kaþólskra. Kom mikilli hreyfingu
upp í horgum Kolumbiu, en komst
á þá skoðun, að ekki yrði sigurs
auðið nema með vopnaðri baráttu.
Kommúnistaflokkurinn var honum
ósammála um þetta, vildi heyja bar-
áttuna með háðum aðferðum: vopn-
aðri og friðsamlegri, en samt var
hin mesta vinátta og virðing á milli
þeirra. I október 1965 hélt Torres
til fjalla og gerðist skæruliði. Þann
7. janúar 1966 skoraði hann í ávarpi
til þjóðarinnar á hana að grípa til
vopna. 15. fehrúar 1966 féll hann
í viðureign við stjórnarherinn. —
Var það mikið áfall fyrir þjóðfrels-
ishreyfinguna.
World Marxist Review. 12. hefti.
Prog 1967.
Þetla hefti tímaritsins, sem gefið
er út af kommúnistaflokkum og
fleiri verkalýðsflokkum, er 100. hefti
í röðinni frá upphafi. Fyrsta heftið
kom út í september 1958. Alls hafa
komið greinar úr 118 löndum í
timaritinu. Ritstjórn þess og ýmsir
flokkanna, er að því standa, hafa
skipulagt eins konar málþing um
ýms vandamál stefnunnar alls 26
sinnum, og er efni þeirra þá jafnóð-
um birt í tímaritinu. Þetta tímarit
kemur út á 26 tungumálum í 33
þjóðlöndum og er lesið í 142 löndum
heims.
í þessu hefti eru margar merkileg-
ar greinar um vandamál hreyfingar-
innar í hinum ýmsu löndum.
En höfuðefnið er það, sem fram
kom á ráðstefnu, er ritstjórnin efndi
til 1. til 3. nóvember 1966 í Prag.
Var aðalviðfangsefni þeirrar ráð-
stefnu: Baráttan gegn auðvalds-
skipulaginu á stigi einokunarhringa
og ríkisauðvalds, — fyrir friði, lýð-
ræði og sósíalisma og þáttur og
55
L