Réttur - 01.01.1967, Side 56
staða endurbótanna í þeirri baráttu.
Það voru fulltrúar kommúnista-
fJokka í 16 eftirtöldum löndum, sem
tóku þátt í ráðstefnunni: Astralíu,
Danmörku, Þýzkalandi, Finnlandi,
Frakklandi, Grikklandi, Italíu, Kan-
ada, Luxemborg, Noregi, Austur-
ríki, Portúgal, Svíþjóð, Spáni,
Bandaríkjunum og Flokki vinnunn-
ar í Sviss.
Það var G. Franzew, aðalritstjóri
tímaritsins, sem setti ráðstefnuna
með eftirtektarverðri ræðu, þar sem
grein var gerð fyrir þeim vandamál-
um, sem ráðstefnan skyldi taka til
meðferðar, og hver nauðsyn væri á
réttri skilgreiningu þessara máJa og
því að finna rétta lausn á þeim.
Kom hann m. a. inn á þann mögu-
leika, sem opnast liefur í samliandi
við „lýðræði í fyrirtækjunum,“ til-
raunir auðmanna til spillingar á
verkalýðshreyfingunni í jiví sam-
handi, og baráttu verkalýðsins fyrir
að gera slík ítök í stjórn fyrirtækja
eða á vinnustöðvum að raunveruleg-
um áhrifa- og valdatækjum, og
lýsti ótta auðmannanna við slíka
þróun. Var margt lærdómsríkt í
sambandi við breylingu á fræði-
kenningu sósíalismans þar að finna.
JOSÉ A. GONZALEZ
56
Síðan hófust umræður og er skýrt
skilmerkilega frá ræðum og erind-
um hvers fulltrúa og er þar mikinn
fróðleik að finna.
Ritstjórnin minnist þess sérstak-
lega í þessu hefti, að 24. nóvember
1966 fórust í flugslysi ýmsir með-
starfsmenn tímaritsins og trúnaðar-
menn hinna ýmsu flokka: Amador,
miðstjórnarmaður Kommúnista-
flokks Honduras, skáldsagnahöfund-
ur, — Kajita, úr miðstjórn Komm-
únistaflokks Japans, hafði setið
mörg ár í fangelsum Japana, —
Alberto Ferrari, úr miðstjórn Komm-
únistaflokks Argentínu, — Pedro
Rima, rithöfundur frá Brasilíu, —
allt ágætir og reyndir haráttumenn
og meðstarfsmenn ritstjórnarinnar.
Er.nfremur fórust: José Gonzales,
varamaður aðalritara Kommúnista-
flokks Chile, og annar, nngur for-
ustumaður þess flokks, Jorge Rami-
rez. Var missir þessara manna ægi-
legt tjón fyrir þessa flokka alla.
World Marxist Review. 1. hefti.
Prag 1967
Þetta hefti er helgað frelsisbar-
áttunni í Afríku, þeirri miklu þjóð-
frelsisbyltingu, sem þar hefur farið
fram síðasta áratuginn. Eru rædd
þar hin ýmsu vandamál Afríkuríkj-
anna, bæði þeirra, sem ryðja braut
til nýrra þjóðfélagshátta, — svo sem
Malí, Guinea, Kongo fBrassaville),
Tansania, Egyptaland og Algier,
svo og hinna, er ýmist liafa orðið
hcrforingjastjórnum að hráð, húa
við kynþáttakúgun eða eru á vega-
mótum. Rita ýmsir af helztu for-
ustumönnum hreyfinganna þessar
greinar, svo sem: Ali Yata, aðalrit-
ari Kommúnistaflokks Marokko,
Khaled Mohi FJ-Din, egypskur
stjórnmálaleiðtogi, Mahjmout Diop,
aðalritari afríska Sjálfstæðisflokks-
ins í Senegal, og J. B. Marks, einn
AFRÍKA 1966
af leiðtogum frelsis- og jafnréttis-
haráttunnar í Suður-Afríku. Enn-
fremur skrifa og ýmsir evrópskir
marxistar eftirtcktarverðar greinar,
svo sem dr. phil. liahíl. Alexander
Sobolew, einn af ritstjórum tíma-
ritsins, og franski kommúnistaleið-
toginn F. Billoux, er skrifar um
frönsku þingkosningarnar, en í þeim
unnu kommúnistar, eins og kunnugt
er, mikinn og sögulegan sigur.
Þá er í þessu hefti byrjað að segja
frá miklum málfundi (Seminar), er
fram fór 24. til 29. október 1966
í Kairo og fjallaði um vandamál
þjóðfrelsis- og þjóðfélags-byltingar
Afríku. En málþing þetta var hald-
ið á vegum tímaritsins og birtast
síðan í þessu og næstu heftum út-
dráttur úr þeim ræðum, er þar voru
fluttar, og margs konar mikilsverð-
ar upplýsingar um þjóðfélagsþróun-
ina í Afríku. En í því tóku þátt
forustumenn þjóðfrelsis- og alþýðu-
hreyfinga hvarvetna úr Afríku.
Hefti þetta er hið lærdómsríkasla
fyrir þá, sem fylgjast vilja með í
þróuninni í Afríku.