Réttur


Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 56

Réttur - 01.01.1967, Blaðsíða 56
staða endurbótanna í þeirri baráttu. Það voru fulltrúar kommúnista- fJokka í 16 eftirtöldum löndum, sem tóku þátt í ráðstefnunni: Astralíu, Danmörku, Þýzkalandi, Finnlandi, Frakklandi, Grikklandi, Italíu, Kan- ada, Luxemborg, Noregi, Austur- ríki, Portúgal, Svíþjóð, Spáni, Bandaríkjunum og Flokki vinnunn- ar í Sviss. Það var G. Franzew, aðalritstjóri tímaritsins, sem setti ráðstefnuna með eftirtektarverðri ræðu, þar sem grein var gerð fyrir þeim vandamál- um, sem ráðstefnan skyldi taka til meðferðar, og hver nauðsyn væri á réttri skilgreiningu þessara máJa og því að finna rétta lausn á þeim. Kom hann m. a. inn á þann mögu- leika, sem opnast liefur í samliandi við „lýðræði í fyrirtækjunum,“ til- raunir auðmanna til spillingar á verkalýðshreyfingunni í jiví sam- handi, og baráttu verkalýðsins fyrir að gera slík ítök í stjórn fyrirtækja eða á vinnustöðvum að raunveruleg- um áhrifa- og valdatækjum, og lýsti ótta auðmannanna við slíka þróun. Var margt lærdómsríkt í sambandi við breylingu á fræði- kenningu sósíalismans þar að finna. JOSÉ A. GONZALEZ 56 Síðan hófust umræður og er skýrt skilmerkilega frá ræðum og erind- um hvers fulltrúa og er þar mikinn fróðleik að finna. Ritstjórnin minnist þess sérstak- lega í þessu hefti, að 24. nóvember 1966 fórust í flugslysi ýmsir með- starfsmenn tímaritsins og trúnaðar- menn hinna ýmsu flokka: Amador, miðstjórnarmaður Kommúnista- flokks Honduras, skáldsagnahöfund- ur, — Kajita, úr miðstjórn Komm- únistaflokks Japans, hafði setið mörg ár í fangelsum Japana, — Alberto Ferrari, úr miðstjórn Komm- únistaflokks Argentínu, — Pedro Rima, rithöfundur frá Brasilíu, — allt ágætir og reyndir haráttumenn og meðstarfsmenn ritstjórnarinnar. Er.nfremur fórust: José Gonzales, varamaður aðalritara Kommúnista- flokks Chile, og annar, nngur for- ustumaður þess flokks, Jorge Rami- rez. Var missir þessara manna ægi- legt tjón fyrir þessa flokka alla. World Marxist Review. 1. hefti. Prag 1967 Þetta hefti er helgað frelsisbar- áttunni í Afríku, þeirri miklu þjóð- frelsisbyltingu, sem þar hefur farið fram síðasta áratuginn. Eru rædd þar hin ýmsu vandamál Afríkuríkj- anna, bæði þeirra, sem ryðja braut til nýrra þjóðfélagshátta, — svo sem Malí, Guinea, Kongo fBrassaville), Tansania, Egyptaland og Algier, svo og hinna, er ýmist liafa orðið hcrforingjastjórnum að hráð, húa við kynþáttakúgun eða eru á vega- mótum. Rita ýmsir af helztu for- ustumönnum hreyfinganna þessar greinar, svo sem: Ali Yata, aðalrit- ari Kommúnistaflokks Marokko, Khaled Mohi FJ-Din, egypskur stjórnmálaleiðtogi, Mahjmout Diop, aðalritari afríska Sjálfstæðisflokks- ins í Senegal, og J. B. Marks, einn AFRÍKA 1966 af leiðtogum frelsis- og jafnréttis- haráttunnar í Suður-Afríku. Enn- fremur skrifa og ýmsir evrópskir marxistar eftirtcktarverðar greinar, svo sem dr. phil. liahíl. Alexander Sobolew, einn af ritstjórum tíma- ritsins, og franski kommúnistaleið- toginn F. Billoux, er skrifar um frönsku þingkosningarnar, en í þeim unnu kommúnistar, eins og kunnugt er, mikinn og sögulegan sigur. Þá er í þessu hefti byrjað að segja frá miklum málfundi (Seminar), er fram fór 24. til 29. október 1966 í Kairo og fjallaði um vandamál þjóðfrelsis- og þjóðfélags-byltingar Afríku. En málþing þetta var hald- ið á vegum tímaritsins og birtast síðan í þessu og næstu heftum út- dráttur úr þeim ræðum, er þar voru fluttar, og margs konar mikilsverð- ar upplýsingar um þjóðfélagsþróun- ina í Afríku. En í því tóku þátt forustumenn þjóðfrelsis- og alþýðu- hreyfinga hvarvetna úr Afríku. Hefti þetta er hið lærdómsríkasla fyrir þá, sem fylgjast vilja með í þróuninni í Afríku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.