Réttur


Réttur - 01.07.1973, Qupperneq 7

Réttur - 01.07.1973, Qupperneq 7
anna Dean Acheson gaf með yfirlýsingu uni sérstöðu Islands áður en Islendingar gengu í Nato. Þann 12. marz 1949 höfðu þrír íslenzk- ir stjórnmálaleiðtogar: Bjarni Benediktsson, Emil Jónsson og Eysteinn Jónsson farið vest- ur um haf og í skýrslu þeirra um Washing- tonförina er birt yfirlýsing, sem Bandaríkja- stjórn gaf í lok viðræðnanna. Þar segir orð- rétt: „I lok viðræðnanna var því lýst yfir af hálfu Bandaríkjanna: 1. Að ef til ófriðar kæmi, mundu bandalags- þjóðirnar óska svipaðrar aðstöðu á Islandi og var í síðasta stríði, og það mundi al- gerlega vera á valdi Islands sjálfs, hve- nær sú aðstaða yrði látin í té. 2. Að allir aðrir samningsaðilar hefðu full- an skilning á sérstöðu Islands. 3. Að viðurkennt væri, að Island hefði eng- an her og ætlaði ekki að stofna her. 4. Að ekki kæmi til mála, að erlendur her eða herstöðvar yrðu á Islandi á friðar- tímum." Þessi yfirlýsing af hálfu Bandaríkjastjórnar sýnir ljóslega, með hvaða skilyrðum Islend- ingar gerðust aðilar að Nato og að skyldur okkar á friðartímum eru engar. Hins vegar var Kóreustyrjöldin er braust út sumarið 1950 notuð að yfirvarpi til að réttlæta her- námið í maí 1951. Akvæði málefnasamnings vinstri stjórnarinnar um brottför hersins í áföngum fyrir lok kjörtímabilsins er í rann loforð um að endurskapa pað ástand er hér ríkti á árunum 1949 til maí 1951. Allt tal um að okkur beri skylda vegna Nato til að að halda við herstöðinni og halda hér uppi eftirliti með ferðum hugsanlegra „árásar- aðila" eru bollaleggingar út í loftið. Meira að segja gefur yfirlýsingin frá 1949 ekki einu sinni til kynna að okkur beri að veita aðstöðu nema að gefnu samþykki, ef til ófriðar kem- ur. ÖRLAGARÍK BARÁTTA En hernámsandstæðingar mega þó ekki í barnalegri bjartsýni verða sinnulausir í bar- áttunni fyrir brottför hersins. Kreddur kalda stríðsins, þræðir Atlantshafsbandalagsins og gestaboð hernámsgróðans teygja arma sína víða, einnig inn í raðir vinstri manna. Þá, sem nú sýna hik í þessu mikilvæga máli, verð- ur með baráttu hernámsandstæðinga og með áframhaldandi þjóðlegri reisn að sannfæra um, að í herstöðvamálinu sé engin málamiðl- un til — brottför hersins fyrir lok kjörtíma- bilsins er loforð sem uppfylla verður, ef fram- hald á að verða á þeirri stjórnarstefnu og þjóðlegu utanríkisstefnu, sem yfirgnæfandi meirihluti íslenzku þjóðarinnar kýs að áfram verði unnið að. Herstöðvamálið er ekki ein- angrað mál heldur hluti þeirrar heildarmynd- ar þjóðlegrar reisnar er vinstri öflin í land- inu drógu upp fyrir landsmenn fyrir liðlega tve.’m árum. Full reisn verður ekki yfir ís- lenzkri þjóð fyrr en bundinn verður endi á aldarfjórðungshersetu. Framundan eru örlaga- ríkir mánuðir — baráttuvikur er ráða úr- slitum. Því reisa herstöðvaandstæðingar kröf- una um allt land — herstöðvalaust Island fyrir lok kjörtímabilsins. Þá fyrst getur íslenzk alþýða leyft sér þá þjóðlegu reisn að ganga upprétt í friðlýstu landi. 18. okt. 1973. 151
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.