Réttur - 01.07.1973, Page 8
EINAR OLGEIRSSON:
FASISMINN í CHILE
OG VIÐBRÖGÐ VERKALÝÐS HEIMSINS
Þa8 er nú augljóst orðið hvað auðvald heimsins og þá fyrst og fremst ameríska auð-
valdið meinar með „friðsamlegri sambúð". Það er þetta:
Friðsamleg sambúð við hin sósíalistisku ríki heimsins, — sem heimsauðvaldið eitt
sinn ætlaði að útrýma og skóp til þess Nato, en sér nú að það getur það ekki, —
og fasisma hvar sem auðvaldinu er þess þörf í þeim hluta heims, þar sem skipulag
þess enn drottnar.
Valdarán amerísku fasistanna og auðhringaleppanna í Chile knýr verklýðshreyfingu
heimsins til að taka til alvarlegrar endurskoðunar allar fyrri hugmyndir sínar og vonir
um þróunina til sósíalismans. Blóðbaðið í Chile skorar verkalýð veraldar á hólm á
sama hátt og valdataka nazista í Þýzkalandi 1933 og uppreisn fasistísku hershöfðingj-
anna á Spáni 1936. Lýðræðið hefur nú verið kæft í blóði — að amerísku undirlagi
— í aðal lýðræðislandi Suður-Ameríku.
Ameríska auðvaldið hefnir þess nú í Chile sem hallaðist í Vietnam.
Sá voði, sem hneppt hefur alþýðu Chile í blóðuga harðstjórnarfjötra, varðar oss alla,
— hverja verkalýðs- og alþýðuhreyfingu í auðvaldslandi.
152