Réttur - 01.07.1973, Side 14
Luis Corvalan
leiðtogi Kommúnistaflokks Chile.
andvígur auðvaldi, er hann var að ná fylgi al-
þýðu. Fasistaflokkar þeir, er ameríska auð-
valdið gerir út, munu tala hæst um lýðræði,
um leið og þeir reka rítinginn í það, svo og
um „lög og reglu".
Auðmannastéttir borgaralegra lýðræðis-
landa hafa á þessari öld fyrrum beitt ýmsum
aðferðum til að koma róttækum verkamanna-
stjórnum á kné, áður en auðvaldið lærði að ná
slíkum tökum á hægri sósíaldemókrötum að
auðmenn þyrftu ekki að óttast um völd sín,
þótt þeir væru við stjórn. Þannig steypti
norska bankavaldið fyrstu verkamannastjórn
Noregs 1928 (Hornsrud-stjórninni) með
skipulögðum fjárflótta. Og fyrsta brezka
verkamannastjórnin (Macdonalds 1924) var
eyðilögð í kosningum með bréfi, fölsuðu í
sjálfum ráðuneytunum (Sinowéf-bréfinu). En
nú duga auðvaldinu ekki svo „mild" svikráð
lengur. %
IV.
VIÐBRÖGÐ
VERKALÝÐSHREYFINGARINNAR
Vafalaust mun hin alþjóðlega verklýðs-
hreyfing, — flokkar kommúnista og sósíal-
demókrata og annara sósíalista, verkamanna-
félög og -sambönd, — taka til endurskoðun-
ar bardagaaðferðir sínar eftir valdaránið í
Chile og útþurrkun lýðræðis þar, — svipað
og verklýðshreyfing heimsins gerði eftir
valdatöku Hitlers 1933.
Islenzkri verklýðshreyfingu er nauðsyn að
fylgjast með í slíkum umræðum og viðbrögð-
um — og verða ekki eins og álfur út úr hól.
Tvímælalaust verður það ein höfuðniður-
staða slíkrar endurskoðunar að einangra beri
pólitískt hina alþjóðlegu auðhringi og gera
allt, sem í valdi verklýðshreyfingarinnar
stendur til að brjóta þá á bak aftur. Og það
er enginn hægðarleikur, svo gífurleg sem
áhrif þessara auðjötna eru á ríkisvald, blöð
og fréttastofnanir — og auður þeirra marg-
falt meiri en einstaka stórra ríkja.
Fyrsta sporið til að geta slíkt er alger sam-
staða verkalýðs pólitískt og annað að ná
sem tryggustu bandalagi við millistéttir, —
allt frá bændum til smærri atvinnurekenda
og þjóðlegra, en allir eiga þeir óvini þar sem
alþjóðahringarnir eru.
Jafnframt virðist það auðséð að hvar sem
verkalýður og bandamenn hans ná tökum
á ríkisvaldi á lýðræðislegan hátt hér eftir,
158