Réttur


Réttur - 01.07.1973, Síða 19

Réttur - 01.07.1973, Síða 19
innrétta það komst hann að raun um að öll handiðn og listiðnaður á Englandi voru í örgustu niðurníðslu. Hann ákvað að vinna umbótastarf á þessu sviði og setti á stofn fyrirtæki til að framleiða skrautmuni, í sam- vinnu við Rossetti, Ford Madox Brown og Burne-Jones. Þeir félagar höfðu geysileg áhrif á alla skreytilist í Bretlandi á síðari hluta 19- aldár. En Morris hafði fleiri járn í eldinum. A háskólaárum sínum tók hann að yrkja, og 1858 gaf hann út fyrstu bók sína, The Defence of Guenevere, safn ljóða í fornyrt- um háfleygistíl ortum út af miðaldaefnum; seinna sendi hann frá sér ljóðabálkinn The Earthly Paradise (1868—70), að mestu leyti endursögn í ljóðformi á grískum og norræn- um sögnum. Utfrá miðaldaáhuga sínum fór hann að kynna sér norræn fræði og bók- menntir, en það varð til þess að hann kynnt- ist Eiríki Magnússyni, sem hjálpaði honum við íslenzkunám og þýðingar íslenskra forn- bókmennta. Arið 1869 komu Eybyggja og Grettis saga út í þýðingu þeirra. Þessi kynni af tungu og menningu landsins urðu til þess að Morris ákvað að takast ferð á hendur til Islands, og árið 1871 lagði hann upp frá Leith ásamt Eiríki Magnússyni og tveimur breskum vinum sínum, Faulkner og Evans. Þeir félagar komu til Reykjavíkur 14. júlí. II. Morris reit dagbækur á ferðum sínum til Islands, og hafa þær verið gefnar út og þykja öndvegisverk í sinni grein. Dagbókin úr fyrri ferðinni er nákvæm lýsing á athöfnum þeirra félaga dag frá degi; dagbókin úr seinni ferð- inni er því miður mjög gloppótt og dettur úr henni botninn á miðri leið. William Morris Ferðalýsing Morris er einkum athyglisverð fyrir fagurlega ritaðar og furðulega nákvæm- ar staðhátta- og landslagslýsingar, svo og lýs- ingar á hugarástandi höfundar. Hins vegar er ekki sérstaklega mikið um skemmtilegar þjóðlífslýsingar, þó að kostulegu fólki og at- burðum bregði fyrir endrum og sinnum. Það er landið sjálft sem grípur hug skáldsins, landið og tengsl þess við fornar sögur. I hug- sýn sér Morris miðaldahetjur sínar rísa upp úr þessu hrikalega landslagi, sem er svo alger andstæða við hans heimaslóðir. 1871 er hann staddur í Þórsmörk og skrifar svo: Um leið og við vorum komnir út úr skóg- inum settist ég niður á nakta klöpp brattrar 163 L

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.