Réttur


Réttur - 01.07.1973, Side 55

Réttur - 01.07.1973, Side 55
komanda stjórnarskrá, er veiti Alþingi fullt löggjafarvald og fjárforneði, og að öðru leyti sé löguð eftir ofannefndu frumvarpi sem framast má verðaAukavaratillagan fjallaði um nauðsyn þjóðfundar 1874 „með sam- þykktaratkvæði" og verði fyrir hann lagt stjórnarskrárfrumvarp með hliðsjón af til- lögum þingsins. Var þessi tillaga í fullu sam- ræmi við varatillögu Þingvallafundar. Eins og fyrr var að vikið varð ekki af för sendi- nefndar á konungsfund, en líklega til að koma til móts við þá hugmynd var Jóni Sig- urðssyni sérstaklega falið af nokkrum þing- mönnum að fylgja málunum eftir í Kaup- mannahöfn. Þótt þingmenn væru nokkru bljúgari í til- lögugerð sinni, svo sem birtist í aðalvaratil- lögunni, en gera hefði mátt ráð fyrir, sýnist mér þó fráleitt að halda því fram, eins og sézt hefur á prenti, að þeir hafi afsalað sér öllu ákvörðunarvaldi í hendur konungs. Þeir höfðu svo sannarlega sett fram skýrt afmark- aðar tillögur og stóðu fastir á sínum gamla grundvelli, sem Jón Sigurðsson hafði lagt í öndverðu, þótt þeir vildu láta á það reyna með nokkuð almennu orðalagi, hvort kon- ungur vildi ekki á hátíðarárinu koma til móts við sjónarmið þeirra á þann hátt, er þeir gætu við unað. Þeir höfðu áfram í hendi sér að vísa öllum afarkostum á bug, engu var af- salað í þeim efnum. Eg held, að tæplega sé unnt að neita því, að allsterk áhrif frá Þingvallafundinum 1873 hafi borizt inn í þingsalinn um sumarið. Stjórnarskrárnefndin á þinginu lýsti því líka beinlínis yfir, að hún legði frumvarpið frá 1867 til grundvallar „í samrœmi við undir- stöðuatriði fundarins við Oxará.” Benda má hér á ummæli Skafta Jósepssonar ritstjóra í blaðinu Norðlingi þremur árum eftir fund- inn um gildi hans í stjórnarskrárbaráttunni, en Skafti var þar einn fulltrúa: „Það efast Jón Sigurðsson á Gautlöndum — „undarlegt, að eigi mætti kalla Islendinga sérstakt þjóðfélag" — víst enginn um að einbeittur hugur sá og kjarkur, er kom fram hjá Þingvallafundar- mönnum 1873 hafi átt töluverðan þátt í því, að stjómarskráin nýja varð þó eigi verri en hún er.” Það má sjálfsagt vera endalaust deiluefni, að hve miklu leyti þessi ummæli hafi við rök að styðjast. Hitt er þó víst, að þótt heitustu frelsisóskir Islendinga væru draumsýn ein á þessum tíma, þá hafði Þing- vallafundurinn 1873 vísað veginn fram á við og leitt glöggt í Ijós, hvers krafizt mundi, er stundir líða, — að íslendingar muni ekki linna kröfum sínum, fyrr en fullt og óskorað frelsi sé fengið. Að réttri öld liðinni er vart 199

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.