Réttur


Réttur - 01.07.1973, Side 64

Réttur - 01.07.1973, Side 64
Allir frystitogarar og verksmiðjuskip skulu útiloknð. 15 stærstu togararnir útilokaðir. 15 aðrir útilokaðir. 2. Bátasvæði skv. tillögu Islands frá 4. maí 1973. 3. Friðunarsvæði skv. tillögum Islendinga 4. maí 1973 plús svæði skilgreint 14. júlí 1973. 4. Sex hólf, sem verða opin til skiptis, eins og tillaga var gerð um 4. maí 1973, eitt lok- að, 5 opin. 5. Framkvæmd á samkomulaginu: Gefa skal út samþykktan lista yfir skip sem mega veiða á þessu svæði samkvæmt á- kvæðum þessa samkomulags. Islenska ríkis- stjórnin mun ekki mótmæla því að nefnd skip veiði umhverfis Island svo lengi sem þau fara eftir ákvæðum þessa bráðabirgða- samkomulags. Ef skip verður staðið að veið- um gagnstœtl ákvceðum samkomulagsins bef- ur íslenska landhelgisgceslan rétt til þess að ítöðva það, en skal kalla til ncesta breskt að- stoðarskip til þess að sannreyna málsatvik. Sérhver togari sem staðinn er að því að brjóta ákvæði samkomulagsins verður strik- aður út af listanum. 6. Gildistími samkomulagsins 2 ár frá und- irskrift.” Eins og menn sjá er orðalagið um fram- kvæmd samkomulagsins engan veginn skýrt og það var aðalástceða þess að þingflokkur Alþýðubandalagsins taldi tillögur Bretanna óaðgengilegar. En á blaðamannafundi —1 eftir að þingflokkur AB hafði gert samþykkt sína og eftir fréttina í Þjóðviljanum sem áður var um getið — túlkaði forsætisráðherra á þennan veg skilning sinn á þessu ákvæði (liður 5): „Þetta myndi gerast með þeim hætti til dæmis að varðskip, sem stæði togara að meintu broti á þessu samkomulagi, setti til 208 dæmis aðeins bara út bauju, eins og það er kallað, þar sem togarinn er. Síðan kæmi svo aðstoðarskipið og kanni það hvort það teldi að þarna væri rétt staðarákvörðun eða ekki, en það eru íslensk yfirvöld —- sem fara eftir úrskurði varðskipsins — sem svipta skipið leyfi sínu og gefa út tilkynningu um að það sé strikað út af þessari leyfisskrá, en listinn er auðvitað ekkert annað en leyfi . . . ." En til hvers þá að kalla til breskt aðstoðar- skip? Olafur svaraði: „Það hefur þá þýðingu að þeir fá tæki- færi til að sannreyna málsatvik og gera við þau sínar athugasemdir eftir á ef þeir telja ástæðu til." Þannig voru yfirlýsingar forsœtisráðherra ótvíræðar, en spurningin er síðan um fram- kvœmdina. Þeirri spurningu fcest ekki svarað strax. 23. október var síðan gerð samhljóða eftir- farandi samþykkt í ríkisstjórninni: „ .... samþykkti . . að láta vinna að samkomulagsuppkasti um bráðabirgðalausn deilunnar við Breta á grundvelli skýrslu for- sætisráðherra frá 17. þ.m. Um leið skal reynt að fá fram æskilegar lagfæringar til sam- ræmis við tillögur forsætisráðherra Islands á Lundúnafundinum og viðkomandi lausn á þeim atriðum sem þar voru ekki rædd. Þegar samkomulag liggur fyrir í endan- legr't mynd verður það lagt fyrir ríkisstjóm- ina til ákvörðunar." Svo mörg voru þau orð. Nú er unnið að gerð þessa samkomulagsuppkasts af utan- ríkisráðuneytinu og sjávarútvegsráðuneytinu. Alþýðubandalagið gerði ákveðnar kröfur í því sambandi og verður e.t.v. unnt að greina frá niðurstöðum í næsta hefti Réttar. / Hinu heita sumri á Islandsmiðum er enn ekki lokið þó hafnar séu veturnætur. —- sv. (skrifað 30. október). i

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.