Réttur


Réttur - 01.01.1978, Page 34

Réttur - 01.01.1978, Page 34
Héðinn Valdimarsson. Sigfús A. Sigurhjartarson unni um þetta leyti til útlanda til að tryggja meiri hluta sambandsstjórnar flokkslegt sam- band við sósíaldemókrata-flokka Norðurlanda og ná í 200.000 kr. lán fyrir tilstilli sænska sósíaldemókrataflokksins, á bak Alþýðusam- bandsins, en til herkostnaðar fyrir Framsókn- arliðana og til þess að ná algerlega undir sig Alþýðublaðinu og Alþýðuprentsmiðjunni. Er- lendis kölluðu þeir sig hina einu sönnu sósía- lista. Loforð fyrir þessu fékkst gegn auka- tryggingum frá þeim „helztu" persónulega, en útborgun dróst lengi vel. Haraldi Guðmunds- syni var því att á foraðið og settur í farar- brodd í hinni nýju stóru klofningsárás, þó að honum væri klofningurinn upprunalega á móti skapi, aðallega vegna þess að hann var óviss- ari um árangurinn, en þeir trúuðustu. Meiri hluti sambandsstjórnar liafði látið stela með- limaskrá Jafnaðarmannafélagsins á skrifstofu þess utan skrifstofutíma og voru nú fjölda- margir meðlimir þess boðaðir á undirbúnings- sprengifund kvöldið áður og ákveðið þar að kljúfa Jafnaðarmannafélagið, ef ekki tækist að vinna það við formannskosningu. Sama kvöld var haldinn fundur í fulltrúaráði verk- lýðsfélaganna í Reykjavík. Þar höfðu samein- ingarmenn % hluta atkvæða, en andstæðing- arnir mættu ekki, nema einn til að vitna, og var samþykkt þar vantraust á sambandsstjórn, St. Jóhann, Jón Axel og Soffíu, kosið í stjórn Alþýðubrauðgerðarinnar og gefið umboð fyr- ir hlutabréf í Alþýðuhúsinu. Á aðalfundi 34

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.