Réttur


Réttur - 01.01.1978, Page 39

Réttur - 01.01.1978, Page 39
Baráttan um að bjarga saklausum: ÞAU TÍU FRÁ WILMINGTON Þeir sem þekkja sögu bandarísks rétt- arfars, muna eftir Scottsboro-drengjun- um níu. Þeir voru saklausir ákærðir fyrir að' hafa nauðgað hvítum stúlkum í járn- bfautarvagni. Baráttan fyrir að frelsa þá Ur klóm „réttvísinnar" var hörð og tók langan tírna. Hún hófst um 1930. Þeir S|ðustu voru látnir lausir 1950 - og sak- leysi þeirra viðurkennt.1 Það eru mörg slík mál uppi i Banda- rikjunum í dag, þar sem negrar, indián- ar> Puerto-Rico-menn og annað „litað“ lr>innihluta-þjóðernisfólk á í hlut. Eitt slíkt mál varðar „þau tíu frá Whnington“. Það eru níu negrar og ein Síra Benjamín F. Chavis. hvít kona, sem liafa verið dæmd í 282 ára fangelsi samanlagt - algerlega saklaus. Orsökin er sú að Ku-Klux-Klari-lýður og svipuð samtök hófu baráttu gegn því að hvít og svört börn væru saman í skóla. Það var á árunum 1966-71, þegar mikil ofsóknaralda gekk yfir Bandaríkin. Þá gerðist það í febrúar 1971 að Ben Chavis, þrítugur prestur í „hinni sam- einuðu kirkju Krists“, var beðinn um að korna til Wilmington í Norður-Karo- línu-ríki, til þess að aðstoða negrana við að ná fram mannréttindum sínum. Hann skipulagði kröfugöngur til stuðnings negrabörnunum og síðan kom til átaka, 39

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.