Réttur


Réttur - 01.08.1979, Síða 7

Réttur - 01.08.1979, Síða 7
GAGNRYNI OG OSKIR UM VINSTRI STJÓRN Ummæli forustufólks úr verkalýðshreyfingunni rétt fvrir uppgjöf þingkrata Réttur sendi ýmsum aðiium innan Alþýöubandalagsins og forystumönnum í samtök- um launafólks bréf í haust. Þar var lagt fyrir það spurningar er voru brennandi á þeirri stundu. Þær voru: 1. Hvern telur þú aðal ávinning þess fyrir verkalýðsstéttina að Alþýðu- bandalagið hefur tekið þátt í núverandi ríkisstjórn Ólafs Jóhannesson- ar? 2. Hvað finnst þér á skorta í starfi þessarar ríkisstjórnar miðað við fyr- irheit hennar og skyldur við vinnandi stéttir? 3. Hvert telur þú aðalverkefni þessarar ríkisstjórnar á næstunni og hverju þarf Alþýðubandalagið að ná fram til að geta réttlætt áfram- haldandi þátttöku í þessari ríkisstjórn? Svör við spurningunum bárust í vikunni áður en þingkratar ákváðu að slíta stjórn- arsamstarfinu og ganga frá borði. Eflaust myndu hinir spurðu svara á annan veg í dag, en svör þeirra í lok september eru engu að síður merk heimild um viðhorf for- ystumanna í verkalýðsstétt til ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar. Svörin segja sitt um væntingar manna og vonbrigði með stjórnarsamstarfið. Því eru svörin birt hér: 143

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.