Réttur


Réttur - 01.08.1979, Page 11

Réttur - 01.08.1979, Page 11
Að verðbólgan magnist og rétti þeim ómældan gróða, sem taka þátt í henni, á meðan verkafólki blæðir. Launamisrétti fái að þróast í skjóli kjaradóma sem hálaunaðir embættismenn rétta sér og sínum líkum, og er síðan kórónað með ómældri vísitölu. Þetta blasir við þegar verkalýðshreyf- ingin hefur haldið sig við markaða launa- stefnu sem var í takt við fyrstu aðgerðir þessarar ríkisstjórnar. Hvert telur þú aðalverkefni þessarar ríkisstjórnar á næstunni og hverju þarf Alþýðubandalagið að ná fram til að geta réttlætt áframhaldandi þátt- töku í þessari ríkisstjé>rn? Ríkisstjómin stendur frammi fyrir því að ánæstu mánuðum verður öllum samn- 'ngum hinna vinnandi stétta sagt upp. I Ijósi þeirra staðreynda að hálauna- fólki hefur með kjaradé)mi, einmitt nú á síðustu mánuðum verið réttar ómældar bækkanir á laun, þannig að launamis- niunur hefur líklega sjaldan verið meiri en nú, má búast við hörðum átökum um kaup og kjör. Sú jafnlaunastefna sem Alþýðusam- bandið mótaði á síðasta Alþýðusambands- þingi og farið var eftir í sólstöðusamning- unum, sem svo liafa verið kallaðir, verka- lýðshreyfingin sætt sig við og núverandi ríkisstjórn heitið að verja, hlýtur að verða það verkefni, sem muni brenna á henni á nasstu mánuðum, ef hún heldur lífi. En til þess að hún ráði við þetta verk- efni, þarf hún að korna á raunverulegu samráði við verkalýðshreyfinguna þar sem málin verði rædd og endurskoðuð í Ijósi gefinna fyrirheita. Eftir að viðskiptakjaravísitalan er orð- in að lögum, hlýtur að verða að endur- skoða viðskiptahætti þjóðarinnar, með það fyrir augum að taka vissa þætti við- skipta úr höndum auðfélaga og verð- bólgubraskara. Einnig verða húsnæðismál að fá þá um- fjöllun að ungt fólk þurfi ekki að láta alla lífsorku sína í það að kornast í mann- sæmandi htisnæði. Ég nefni þessa þrjá málaflokka: kau])- mátt launa, viðskiptahætti, húsnæðismál, sem algjör forgangsverkefni þessarar rík- isstjórnar. Eina forsendan til þess að Alþýðu- bandalagið gekk til samstarfs innan þess- arar ríkisstjórnar var að vernda kjör verkalýðsstéttarinnar. Mörg stefnumál sósíalísks flokks voru lögð til hliðar. Þar var hermálið þyngst á metunum af þeim málum sem ekki voru tekin með í stjórnarsamninginn. Til þess að Alþýðubandalagið geti rétt- lætt veru sína í þessu stjónarsamstarfi, er að það geti upp á nýtt náð frumkvæði um stefnumótun, sem nái fram að ganga innan ríkisstjórnarinnar, sem verða í þágu verkafólks. Einnigað ná samkomulagi í hermálinu þannig, að við að minnsta kosti þurfum ekki að þola þá niðurlægignu, sem utan- ríkisráðherra hefur þrásinnis stofnað til. Hingað til hefur það skipt sköpun fyr- ir tilveru okkar þjóðar þau fáu ár sem sósíalískur flokkur hefur tekið þátt í rík- isstjórnum. Þessa verðum við Alþýðu- bandalagsmenn að vera minnugir. Von- andi tekst okkur þrátt fyrir allt að marka einhver jrau spor í jressari ríkisstjóm, sem til framfara horfir fyrir vinnandi stéttir þessa lands, það eina hlutverk sem við tókum að okkur að vinna í þessari ríkis- stjéirn. 147

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.