Réttur


Réttur - 01.08.1979, Page 12

Réttur - 01.08.1979, Page 12
Þorsteinn Vilhjálmsson: Er verkalýðshreyfingin tilbúin með mótleikinn? Áður en ég reyni að svara erfiðum spurningum vil ég taka fram að ég er einn þeirra, sem urðu fyrir miklum von- brigðum með niðurstöður stjórnarmynd- unarviðræðnanna í utanríkismálum. Ég á þá ekki eingöngu við herstöðvarmálið heldur einnig við það furðulega ákvæði að „vinstri“ stjórn muni fylgja „óbreyttri grundva 11 ars te fnu“ í utanríkismálum. I>etta þykir mér lýsa ótrúlegri lágkúru af hálfu miðflokkanna tveggja, og hefði átt að vera hægðarleikur að leiða þeim það fyrir sjónir, eða hvenær hafa t.d. kratar á Norðurlöndum sagst fylgja nákvæmlega sc>mu stefnu í utanríkismálum og íhalds- flokkarnir? En snúum okkur nú að spurningum Réttar: 1. Hér getur auðvitað í hæsta lagi verið um varnarávinning að ræða: Væntan- lega væri hag verkalýðsstéttarinnar, þrátt fyrir allt, enn verr borgið í dag ef Alþýðubandalagið hefði verið utan stjórnar. Allir aðrir stjónmálaflokkar í landinu eru haldnir þeirri ómót- stæðilegu áráttu að vilja leysa allan vanda á kostnað verkalýðs og e.t.v. bænda, en ekki annarra. Það er hlut- verk Alþýðubandalagsins í ríkisstjóm og annars staðar að stemma stigu við þessari áráttu eftir bestu getu, miðað við ríkjandi valdahlutföll á hverjum tíma. Þetta hefur tekist að einhverju leyti, spurningin er bara hvort það hef- ur tekist nógu vel. Þorsteinn Vilhjálmsson 2. Þegar eiu ríkisstjórn er sett á laggirn- ar felst m.a. í þeim verknaði fyrirheit málsaðila um að stjórnin ætli sér að starfa saman senr heild að einhverju verulegu leyti. Meðan núverandi rík- isstjórn hefur varla borið gæfu til að efna þetta frumheit vefst mér tunga um tönn að ræða önnur fyrirheit hennar eða aðrar vonir, sem kynnu að hafa verið við hana bundnar. Ræturnar að þessu gæfuleysi má rekja bæði grunnt og djúpt. Á yfir- borðinu blasir við að einn stjórnar- flokkurinn starfar ekki eðlilega sem vitræn heild, auk þess sem innan hans er að finna öfl sem liafa viljað stjórn- ina feiga alll frá upphafi. En ef dýpra er skyggnst tel ég að rekja megi þessi fyrirbrigði til þess að hugmyndafræði- legt forræði borgarastéttarinnar sé því miður öllu drýgra en styrkur stjórn- málaflokkanna á Alþingi segir til um, 148

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.