Réttur


Réttur - 01.08.1979, Page 14

Réttur - 01.08.1979, Page 14
Helgi Guðmundsson Jieim herbúðum hefur komið í skóla- og menningarmálum undanfarin ár. I ann- an stað hefur svo auðvitað orðið sá ávinn- ingur af stjórnarsamstarfinu að ýmsar réttarbætur og breytingar á félagslegri stöðu verkafólks hafa verið gerðar eða eru í burðarliðnum. Um ástandið eins og það er nú mætti rita langt mál. Sú staða sem Aljrýðu- bandalagið er í um Jressar mundir er að minni hyggju með öllu óviðunandi og ég get ekki leynt Jwí að mér finnst mikið á skorta að við höfum í sjónmáli umtals- verðan árangur fyrir verkalýðsstéttina. Það sem á hefur skort undanfarið ár miðað við fyrirheit og skyldur er sú aug- Ijósa staðreynd að AlJrýðubandalagið hef- ur orðið að standa í linnu litlum slag við samstarfsflokkanna vegna tilrauna Jreirra til að skerða stórlega kjör launafólks. Nú á þessum haustmánuðum virðist blasa við að ný átök séu í uppsiglingu og sýnist ekki reitt lægxa til höggs en áður. Það er hins vegar alveg augljóst að framundan eru ýmisleg stórverkefni sem íslendingar Jmrfa að glíma við. Má í því sambandi minna á að farsæl úrlausn orku- mála og gerbreyttar aðstæður í þeim málum öllum er ekki neitt smámál fyrir verkalýðsstéttina. Sé þess einnig gætt að styttra kann að verða en margan grunar nú að taka þurfi afdrifaríkar ákvarðanir í sambandi við olíuleitarmál og viðskipti við erlenda aðila í Jrví sambandi er aug- ljóst að það er afar mikilvægt fyrir verka- lýðsstéttina að áhrifa Aljrýðubandalags- ins gæti sem mest við mótun stefnu í þessum málaflokkum. Þá má einnig minna á að þörf er verulegs átaks í menn- ingar- og menntamálum, ekki síst að Jrví er varðar fidlorðinsfræðslu og stórbætta aðstöðu launafólks til að lifa bærilegu fé- lags- og menningarlífi. Þó ég minni á Jressa málaflokka sér- staklega þá er það ljóst að ekki er nærri upptalið úr þeirri verkefnaskrá sem rót- tæk umbótastjórn ætti að vinna eftir á næstunni. Má í því sambandi ekki gieyma því hversu alvarlegur fleinn í holdi liið óbreytta ástand í hernámsmálunum er fyrir íslenska sósíalista. Þegar þetta er ritað er ekki séð fyrir hvort nokkurra verulegra breytinga sé að vænta í þeim málaflokkum sem ég hef drepið á. Þróun launamála er einnig verkafólki í óhag um Jressar mundir. Verði Jrví ekki snúið við heldur verð ég að segja að skilningur minn á þýðingu þess fyrir verkalýðsstéttina að Alþýðubandalagið taki þátt í stjórnarsamstarfinu daprast með hverjum deginum sem líður. 150

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.