Réttur


Réttur - 01.08.1979, Page 37

Réttur - 01.08.1979, Page 37
svart embættishyski keisaratímans — allt fékk þetta að standa óhreyft sem valda- kerfið í ríkisbákninu og bandamenn stóriðjuherranna. Og þessi blóðþyrsti ylirstéttarlýður beið bara eftir hefndar- deginum. (Það er alltaf mjög ótryggt að hafa það lýðræði, sem alþýðan knýr fram, aöeins skráð á pappír stjórnarskrárinnar, el yfirstéttir þær, sem hata Jrað undir 'tiðri, eru látnar hafa valdakerfi ríkisins 1 greipum sér.) Það var engin tilviljun að það var að- <'dsmaðurinn og stórlandeigandinn von Hindenburg, — forsetinn, sem kratarnir kusu, — hershöfðinginn, sem sagði að heimsstyrjöldin 1914—18 hefði verið sér sem hressandi bað, — sem afhenti Hitler völdin í janúar 1933 til að stofna til ægi- legasta blóðbaðs veraldarsögunnar. ÞaS er verkalýðnum dýrt ef hann fær völd í hendur. að hlýða ráðum slæmra leiðtoga og vanrækja að nota þau völd til að hnekkja a. m. k. ofurvaldi versta af- ætulýðsins. — Þeir „háu herrar“ hefna sín óspart ef þeir fá að sleppa. Það má íslenskur verkalýður íhuga af fylstu alvöru í dag. 173

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.