Réttur


Réttur - 01.08.1979, Page 50

Réttur - 01.08.1979, Page 50
arða „villur“ — og stórgrætt á illa reknum atvinnurekstri vorum. Það er ekki ráð nema í tíma sé teliið að hindra ránsherferð þessara „herra“ á hendur alþýðu og mannrétlinda hennar. III. íhaldið ætlar sér að stela fyrirtækjum þjóðarinnar Ameríska auðvaldið krafðist þess á 5. og 6. áratugnum í krafti „Marshallhjálp- ar“ að hér yrði komið upp sterku einka- auðvaldi. Þess vegna heimtaði það að Sementsverksmiðjan og Áburðarverk- smiðjan yrðu eign einkaaðila. En afturhaldsstjórn, sem í var m.a. Ól- afur Thors neituðu að ganga að slíkum skilyrðum. Og þrátt fyrir ýmsar tilraunir — ófagrar — til að gefa „einkaaðilum" Áburðarverksmiðjuna, þá tókst að koma í veg fyrir það. Þessar stórverksmiðjur eru enn báðar í þjóðareign. En umskiptings-íhaldið nú, þessir fé- gráðugu braskarar, sem sölsað hafa undir sig miljarða-eignir á gengislækkunum undanfarinna áratuga, ætlar sér að stela úr þjóðareigu þeim fyrirtækjum, sem þeir hafa ágrind á, svo sem fram kom í ræðu formanns flokksins fyrir síðustu þingkosningar „að ríkið láli af rekstri og eignaraðild ríltisfyrirtœkja“ (Mgbl. ág. 1978). En því eru notuð hér svo sterk orð sem að stela? — Við höfum fordæmin fyrir okkur um hvernig átti að fara að þessu, þó það mistækist, og vitum að þessir herr- Þá dreymir um það fhaldsmenn hér heima að ganga milli bols og höfuðs á verklýðssamtökunum og svipta þau réttindum eins og breska fhaldið hugsar sér. ar hafa enga peninga til að borga með, þeir hafa alltaf fest allan gróða sinn í fasteignum. Aðferðin, sem þeir ætluðu að hafa til að „stela“ Áburðarverksmiðjunni á sín- um tíma var þessi: Áburðarverksmiðjan, sem kostaði um 200 milj. kr. í byggingu og var strax á eftir orðin margfalt meira virði að krónu- tölu, átti að verða eign „hlutafélags einkaaðila“ með 10 miljón króna hlutafé. Ríkið, sem átti 6 miljónir af hlutafénu, átti samkvæmt lögum, er lögð voru fyrir Alþingi að selja hlutabréf sín á nafn- virði einkaaðilum, sem þar með eignuð- ust 200—400 miljón króna eign fyrir 6 186

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.