Réttur


Réttur - 01.04.1982, Síða 9

Réttur - 01.04.1982, Síða 9
,,íalmcetti sínu banna lögin jafnt rík- um sem snauðum að sofa undir brúm, betla ágötum úti eða stela brauði. ”1 Þessi lýsing á jafnrétti og mannréttindum gaf franski rithöfundurinn Anatole France í lok 19. aldar. Lýsingin á einnig vel við það svonefnda „frelsi” sem einkennir alþjóða- samskipti á öld heimsvaldastefnu. Mikil- hæfar alþjóðastofnanir og þjóðríki skrá ákv- æði um jafnrétti í mannréttindaskrár, en heimsvaldastefnan á 20. öld er ákvarðandi um, hverjir eiga að sofa undir brúm eða betla á götum úti. Fyrirbærið heimsvaldastefna Rétt er að kanna hvað sagnfræðingar leggja almennt í hugtakið heimsvaldastefna, þ.e. imperíalisma. Athugum fáein dæmi: 1. í fyrsta lagi er það notað um stefnu stórvelda, sem leitast við að ná „heimsyfirráðum”. 2. í öðru lagi í merkingunni söguskeiðið 1870-1914, þegar evrópsku stórveldin og Bandaríkin lögðu undir veldi sitt lönd í fjarlægum heimsálfum. 3. í þriðja lagi skilgreining ýmissa marx- ista og fl. um að imperíalisminn sé auðvaldsskipulag á þróunarskeiði ein- okunar og hringamyndunar, þar sem skapast hefur fjármálaauðvald (Fin- antzkapital) er leggur áherslu á út- flutning fjármagns. Það hefur einkennt umræðu um heims- valdastefnu hin síðari ár að hagrænar skýr- ingar hafa setið í fyrirrúmi. Það markast einkum af áhrifum þriggja fræðimanna er skrifuðu klassísk verk um heimsvaldastefn- una. Fyrst er að nefna rit enska hagfræðings- ins John A. Hobson ,,— Imperialism A Study” (1902), rit austurríkismannsins Rudolf Hilfreding, ,,Das Finantskapital. Eine Studie der jiingsten Entwicklung des Kapitalismus.” Á þeirra rannsóknum byggði Lenín rit sitt, „Heimsvaldastefnan, hæsta stig auðvaldsins” (1917). Hjá þessum mönnum er að finna hina klassísku greiningu á fyrirbærinu imperíalisma, einmitt skráða þegar skiptingu heimsins milli hinna heims- valdssinnuðu stórvelda var að ljúka. l.andbúnaAarverkamenn i NA-Brasiliu yfirgefa sveilina í vnn um betra mannlíf í borginni. 73

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.