Réttur - 01.04.1982, Qupperneq 13
Hernaðarbáknið liður í
heimsvaldastefnunni
Ef litið er á hernaðarlega hlið þessarar
yfirdrottnunar, þá leynir það sér ekki meðal
hinna ríku iðnríkja að þau hafa orðið að
skapa mikið hernaðar- og iðnaðarbákn
heimafyrir, en uppbygging þess verið réttlætt
með skýrskotun til ógnar frá hinum ,,svo-
nefndu sósialísku ríkjum”. Afleiðing þessa
hefur best verið lýst i kveðjuávarpi
Eisenhowers Bandaríkjaforseta í janúar
1961, þar sem hann varar þjóð sina við þeirri
hættu sem lýðræðinu stafi af samsteypu
hernaðar- og iðnaðarhagsmuna:
,,Við höfum neyðst til að koma á fót
föstum hergagnaiðnaði í stórum stíl.
Þar við bætist að 3 Vi millj. manna,
karla og kvenna, starfa beinlínis i þágu
hersins. Á hverju ári verjum við til
varnarmála einna, meiru en nemur
nettótekjum allra bandarískra iðn-
fyrirtækja ... þessi samruni gífurlegs
hernaðarbákns og viðamikils her-
gagnaiðnaðar er nýtt fyrirbæri í
bandarískri sögu. Heildaráhrifin á
sviði efnahags, stjónmála og jafnvel
andlegrar menningar — gætir í hverri
borg, stofnunum hvers einstaks ríkis
og á hverri skrifstofu sambandsstjórn-
arinnar.” 3
Síðan þessi aðvörun var flutt bandarisku
þjóðinni hafa fimm forsetar setið við völd,
en hernaðarbáknið vaxið eins og púkinn á
fjósbitanum. Sama má segja um þróunina í
fjölmörgum voldugum ríkjum.
Menn hafa gjarnana einskorðað mat sitt á
vígbúnaðarkapphlaupinu með því að
skýrskota til mótsetninganna milli austurs og
,,Mig langar aðeins að vitna í
bandarískar skýrslur um þá
mengun sem fylgir venjum manna í
neysluþjóðfélagi. Hver Bandaríkja-
maður kastar að meðaltali á ævi
sinni 10.000 flöskum, sem ekki
verða notaðar aftur, 17.500 dósum,
27.000 flöskulokum, 2,3 bílum, 35
gúmdekkjum og 126 tonnum af
sorpi, og af hans völdum berast 9,8
tonn af úrgangsefnum út í andrúms-
loftið. Bandaríska heilbrigðisráðu-
neytið hefur skýrt frá því, að árlega
sé kastað í Bandaríkjunum 3.500
miljónum tonna af föstum úrgangs-
efnum, en þar er m.a. um að rœða 7
miljónir bíla, 20 miljónir tonna af
pappír, 48 miljón dósir, 26.000 mil-
jón flöskur og krukkur; 5.000 mil-
jón tonn af steinefnum og málmum
og 142 miljón tonn af reyk og eitur-
efnum og daglega mengar hver
Bandaríkjamaður 300 lítra af vatni.
Það er sannarlega ekki furða, þótt
menn spyrji, hvort mannkynið sé
ekki á góðri leið tneð að drukkna í
sínu eigin sorpi. "
Magnús Kjartansson: ,,Hagvexti
eru takmörk sett", í safnritinu
„Elds er þörf", Rvík, 1979, bls.
182-183.
vesturs. Þegar fjallað er um heimsvalda-
stefnuna hlýtur athyglin hins vegar að bein-
ast fyrst og fremst að mótsetningunum milli
Norðurs og Suðurs.
77