Réttur


Réttur - 01.04.1982, Side 25

Réttur - 01.04.1982, Side 25
Uppreisn kvenþjóðarinnar Það var allþung undiralda kvenfrelsisbaráttu að rísa smátt og smátt nokkrum árum fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í maí 1982. Að sumu leyti var það máske ný „útgáfa” þeirrar voldugu, rismiklu öldu, er gerði ísland 1975 að því landi þar sem reisn kvenþjóðarinnar varð máske mest og víðfeðmust þann dag! Þessi undiralda braust nú út í því að jafnrétti konunnar varð miklu víðara að veruleika við framboð en fyrr og því miklu fleiri konur í sveitarstjórnarkosning- um eftir þær en áður. Og á Akureyri og í Reykjavík voru boðnir fram sérstakir kvennalistar, einvörðungu skipaðir konum, — og komu að tveim fulltrúum á hvorum stað. En það er rétt að athuga í þessu sambandi nokkuð forsögu kvenfrelsisbaráttunnar — og hvað hér má af henni læra. Kvenfrelsisbaráttan er orðin meir en aldar- gömul hér í Evrópu. Og það kom brátt fram er hún tók að sigra í þeim atriðum, er sett voru á oddinn: Kosningaréttinum — að hreyfingin hlaut að verða tvískipt: Annars- vegar hin borgaralega kvenfrelsishreyfing, er setti kosningaréttinn og jafnrétti í hjóna- bandinu — einkum hvað eign snerti á odd- inn, — og fylktu konur efnamanna sér ekki hvað síst um þann þátt. En hinsvegar reis næstum jafn snemma hin sósíalistíska kvenfrelsishreyfing, sem barðist fyrir algeru afnámi þjóðfélagslegrar kúgunar konunnar: afnámi fátæktar, þrældóms og hverskyns annars misréttis, — jafnvel fyrir samskonar kynfrelsi og karlmaðurinn lengst af hafði tal- ið sér sjálfsagt. í kvikmynd þeirri enskri, er mesta athygli vakti fyrir kvennadaginn mikla 1975, mátti strax hjá þeim Pankhurst-mæðgum greina þessa tvískiptingu: hjá hinni borgaralegu frú Pankhurst annars vegar og hins vegar hjá hinni róttæku Sylvíu, dóttur hennar, er varð kommúnisti2 og barðist góðri baráttu fyrir réttindum og hagsmunum verkakvenna. Það er nú rétt öld liðin síðan August Bebel reit fyrstu gerðina af sinni heimsfrægu bók ,,Konan og sósíalisminn”, sem var prentuð á laun í Þýskalandi 1883 í fyllri útgáfu en 1879 Briet Bjamhéðinsdóttir 89

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.