Réttur


Réttur - 01.04.1982, Qupperneq 33

Réttur - 01.04.1982, Qupperneq 33
— Segðu bara til, sagði sá gamli og hafði gefist upp. Hinn sveiflaði sér uppá pallinn og lét fallast niður á baklausan stól — Ég er bróðir Naranjo sáluga. Gamli maðurinn hopaði og rakst utan i konu sína en sá ókunni bætti við: — Ja, ljótt er að heyra, ha? — Það er nú undir ýmsu komið, vinur. Hvaða góð kona sem er getur átt stigamann fyrir son; Gamla konan hnippti i mann sinn og hann hélt áfram flaumósa: — Mikið rétt, svona er það. Sumir eru fæddir stigamenn, fjandinn sjálfur ræður ekki við þá, hvað þá aðrir. Ég átti lika frænda sem var svo slæmur að við urðum þeim degi fegnust þegar hann var hengdur. Því segi ég það, þegar menn missa sómatilfinninguna ... En ókunni maðurinn greip frammi fyrir honum : — Mér er sagt að bróðir minn hafi verið drepinn hér um slóðir. Matias hristi höfuðið og horfði á skóna sina meðan hann svaraði: — Eitthvað kann nú að vera missagt i því. — Ég var að tala við Magencio, vin þinn. Gamla konan leit upp og tróð sér milli manns síns og dyrastafnsins til að spyrja: — Hittir þú Magencio í dag? — Nei, í gær. Ég borðaði kvöldmat hjá honum. — Veistu um Teresu? — Henni liður vel. — Þá.. Er hún laus við það? — Já, það var vist á laugardaginn. Það var drengur. Gamla konan leit glaðlega á Matías og þau þögðu öll þrjú eitt augnablik meðan múl- asnahjörð var rekin hjá neðst í hlíðinni og vindurinn bar þeim slitur af hrópum rekstrarmannanna og hljómi bjallanna. Skyndilega og óvænt sló gamli maðurinn á læri sér og sagði: — Úr því þú minnist á Magencio get ég svosem sagt þér að bróðir þinn var drepinn hér í grenndinni. — Þú ert sá eini sem veit það með vissu. — Ég og enginn annar. — Þú og sveitalögreglan. Vicente Matías reyndi að lesa eitthvað úr augum ókunna mannsins, en sá ekkert. — Mér er sama um bróðir minn. Það er ekki nema eðlilegt að stigamaður fái kúlu i hausinn. — Til hvers komstu þá? spurði sá gamli. — Bróðir minn var með í fórum sínum einu myndina sem til var af móður okkar og ég fékk hana ekki með dótinu hans. — Kannski hefur hann týnt henni. — Hver veit. Ef til vill hefur hann misst hana i bardaganum. Gamli maðurinn leit upp og fór að horfa á sedrustré langt í burtu — tveir hanar stóðu hjá trénu og brýndu gogg. Síðan sagði hann ákveðinn: — Nei, ekki í bardaganum. Ókunni maðurinn rétti úr krosslögðum fótleggjum, þreifaði á vasa sínum og dró upp tvo vindla,fleygði öðrum til gamla mannsins sem greip hann á lofti. Síðan kveikti hann í vindlinum og sagði: — Það var betra. Miklu betra. Hinum megin vegarins, á að giska hundrað fet frá húsinu, reis fjallstindurinn. Matías horfði uppeftir honum þartil hann sá nokkra hrægamma á flugi, efst uppi. — Sérðu þennan dökka blett þarna uppi? — Já, auðvitað. — Þar gerðist það. 97
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.