Réttur


Réttur - 01.04.1982, Blaðsíða 38

Réttur - 01.04.1982, Blaðsíða 38
í landssamtökum sveitarstjórnarmanna. Oft er til þess vitnað, að sósíalistar hafi haft hreinan meirihluta í bæjarstjórn Neskaupstaðar óslitið í 36 ár og enn hefur bæst við kosning þeirra til 4 ára. Enginn einn maður á stærri hlut að þessum trausta meirihluta sósfalista í Neskaupstað en Bjarni Þórðarson. Vissulega hafa þar margir góðir menn komið við sögu og góð samstaða og mikill félagslegur áhugi. En Bjarni var lengst af aðalforinginn. Hann stóð fyrir útgáfu blaða og var alltaf óbilandi baráttumaður. Bjarni sá um blaðaútgáfu í Neskaupstað í um 40 ár. Fyrst sá hann um útgáfu á fjölrituðum blöðum, en síðan má segja að hann hafi gefið út vikublaðið Austurland reglulega, í rúm 30 ár. Ég hygg að ekkert vikublað hafi komið út utan Reykjavíkur, jafnlengi og jafnregiulega og Austurland undir ritstjórn Bjarna Þórðarsonar, nema Dagur á Akureyri. Slíkt þrekvirki vann Bjarni Þórðarson í litlu byggðarlagi úti á landi. Hann stóð líka sjálfur og persónulega fyrir því að kaupa prentsmiðju vegna þessarar útgáfu og koma henni upp í Nes- kaupstað og reka hana þar í nokkur ár. Nú þegar Bjarni Þórðarson er horfinn af sviðinu, munu samherjar hans og flokksbræður um allt land minnast hans með hlýhug. Gamlir félagar sem með honum voru á Alþýðusambandsþingum minnast hans. Félagarnir úr Sósíalistaflokknum munu minn- ast hans frá flokksþingum og þeir sem með honum voru á landsfundum Alþýðubandalagsins minnast hans. Allir munu þeir minnast hans, sem stjórnmál- agarps, sem ræðuskörungs og sem óbilandi baráttu- manns íslenskra sósíalista. Á Austurlandi munu allir verkalýðssinnar minnast Bjarna Þórðarsonar með þakklæti og virðingu og allir samherjar hans á Austurlandi sem með honum hafa starfað munu þakka honum giftudrjúgt starf í þágu sameiginlegra hugsjóna. En það verða ekki aðeins samherjar og samstarfs- menn Bjarna, sem nú munu minnast hans, það mun allur þorri samferðamanna hans á Austurlandi einnig gera, hvar í flokki sem þeir standa. Pólitískir andstæðingar Bjarna virtu hann mikils og munu fúslega minnast hans með þakklæti fyrir lærdóms- ríka samfylgd. f Neskaupstað dá allir bæjarbúar, Bjarna Þórðar- son og þess er ég fullviss, að ýmsir þeir, þar í bæ, sem Bjarni deildi harðast við, munu nú við leiðarlok þakka honum hreinskilni hans og drenglyndi. Þeir munu, eins og samherjar hans og viðurkenna að hans skarð verður vandfyllt í Neskaupstað. Fáum mönnum á ég meiri þakkir að gjalda en Bjarna Þórðarsyni. Við vorum ekki aðeins vinir frá því við fyrst hittumst, heldur samstarfsmenn og samherjar í rúm 50 ár. Mér er ljóst, að ég hefði ekki setið á Alþingi í rúm 37 ár samfleytt og í ríkisstjórn í nokkur ár, nema vegna þess, að Bjarni Þórðarson hélt uppi sínu þrotlausa starfi á okkar heimaslóðum og að þar átti ég þá samherja sem úrslitum réðu. Bjarni Þórðarson var stórbrotinn maður á mörg- um sviðum. Hann tók þá ákvörðun að hætta bæjarstjórastarfinu löngu áður en félagar hans töldu ástæðu til þess. Bjarni hafði þá enn mikið starfsþrek. En hann vildi endurnýja liðið, fá unga og nýja menn til ábyrgðarstarfa. í þeim efnum varhann framsýnni en flestir aðrir, sem komist hafa til ábyrgðarstarfa. Bjarni lagði þó ekki niður störf sín, þó að hann hætti sem bæjarstjóri. Áfram var hann f bæjarstjórn um skeið og hann var ritstjóri Austurlands til æviloka og áfram hélt hann störfum í áhugaliði sinna samherja svo lengi sem heilsan entist. í grein Hjörleifs Guttormssonar um Bjarna segir m.a.: Ásamt Lúðvík Jósepssyni og Jóhannesi Stefáns- syni lyfti Bjarni Þórðarson merki róttækrar þjóð- málastefnu í Neskaupstað, þar sem þeir félagar skipuðu sér saman í sveit kommúnista þegar um 1930 og gengu síðar í Sósíalistaflokkinn við stofnun hans 1938. Þeir eru tvímælalaust heilsteyptasta þrenning í stjórnmálasögu íslenskra sósíalista og voru þegar á besta aldri orðnir þjóðsagnapersónur í krafti valda og áhrifa í bænum rauða. Sem einstaklingar voru þeir hver með sínum hætti sérstæðir og næsta ólíkir, en samheldni og ögun í hinni pólitísku baráttu veitti þeim styrk. Þannig komu þeir fram þríefldir og verkaskiptingin virtist fljótt á litið hafa komið sem af sjálfu sér. Allir voru þeir vaxnir upp í fátækt og sem kornungir menn hcrtir í stéttaátökum kreppuáranna á fjórða ára- tugnum. Framlag þeirra til sigursællar baráttu sósíal- ista í Neskaupstað um marga áratugi verður ekki skilið sundur nema að takmörkuðu leyti. Þegar 102
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.