Réttur


Réttur - 01.10.1982, Blaðsíða 2

Réttur - 01.10.1982, Blaðsíða 2
Þar með væri ísland orðin ein aðalstjórnstöð og árásarskotpallur bandaríska flughersins er hann hæfi tortímingarstríð sitt gegn Sovét- ríkjunum. Land vort og þjóð væri ofurseld þessu ofstækisfulla, hatursblinda herliði, sem ekkert vílar fyrir sér eins og Vietnamstríðið sýndi. Þjóð vor yrði skotskífa þeirra, er fyrir árásunum yrðu: ísland atómstöð, þjóðin dauðadæmd. Þetta er „verndin", sem Kaninn fyrirhugar íslendingum: að verða fórnar- lömb í árásarstríði ameríska auðvaldsins. Og það eru til voldugir menn á íslandi, sem vinna að því öllum árum að framkvæma þessi böðulsverk, sem drottnar þeirra í Washington og Pentagon fyrirskipa — og fjölmiðlar, sem reyna að blinda þjóðina fyrir hættunni, sem yfir vofir. Þess vegna reikna amerísku árásarseggirnir með því að eiga hvergi þekkingarlausari og þægari verkfæri en hér. Því skuli, ef þeir þora, fyrsta skotinu, er tendrað getur heimsbálið, skotið héðan. íslendingar! Er ekki mál að linni, — að þjóðin sjálf vakni og taki fram fyrir hendur þeirra óvita og ofstækismanna á landi hér, sem eru að gera ísland að eldfimustu árásarstöð þeirra amerísku auðdrottna, sem heimtuðu strax 1945 gríðarlegar herstöðvar hér á landi til árása á Evrópu. Þá þegar tröllreið heimsdrottnunardraumurinn bandarísku „hernaðar- og stóriðjuklík- unni“, sem sjálfir forsetar Bandaríkjanna þá — eins og Eisenhower — hafa alvarlega varað þjóð sína við. Og nú hefur þessi valdaklíka vikapilt sinn á forsetastól og lætur hann auka atómvopnin í sífellu, því á slíkri framleiðslu græðir manndrápsklíka sú, er almenn fyrirtæki riða til falls í heimskreppunni. Það er sem stendur undir íslendingum komið hvort gereyðingarbálið verður nú tendrað héðan. Vér íslendingar getum hindrað það eða a.m.k. gert allt, sem í voru valdi stendur til að hindra slíkt voðaverk með því að reka bandaríska herinn með öll morðvopn sín burt af landi voru. Það er skylda okkar gagnvart þjóð vorri, gagnvart mannkyni öllu. Og vér eigum að vera menn til þess eins og að hindra 1945 bandarískar herstöðvar hér til 99 ára. Það eru nú síðustu forvöð að sýna að vér séum menn en ekki bandarískir þrælar. Kjörorð íslendinga nú á mestu hættutímum, sem yfir þjóð vora hafa gengið, ætti að vera: ísland frjálst af herfjötrum bandarísks hervalds, — frjálst af skuldafjötrum amerísks auðvalds. Takmark alls hins hugsandi mannkyns ætti að vera framkvæmd hins forna draums: Friður á jörðu — og fyrsta skerfið í þá átt: eyðing allra atómvopna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.