Réttur


Réttur - 01.10.1982, Blaðsíða 17

Réttur - 01.10.1982, Blaðsíða 17
lögum og siðvenjum; að öðru leyti eru yfirráð hans lítil utan heimilis. Úr litlu var að moða lengstum og mátti ekki mikið út af bregða svo ekki yrði hallæri; en það var jafnrétti manna á milli. Rán og stigamennska gátu verið góður búhnykkur stundum, en óvíða var til mikils að slægj- ast og torsótt að auðgast á þann veg. Þannig má segja í stuttu máli að þjóðfé- lagsfyrirkomulagið væri hjá Tsétsénum, nágrannaþjóð Osseta að austanverðu, og hjá mörgum kynkvíslum Tsérkessa í Norðvestur-Kákasus, og svo hjá þeim Ossetum sem bjuggu á hálendinu. Aftur á móti er sléttlendið við stórárnar Terek og Kúban og steppurnar fyrir vestan Kaspíhaf frjósamt land og grasgef- ið og bæði vel til jarðyrkju fallið og gott beitarland. Hér var hægara um vik að raka að sér auði en fram til dala. Jörðin var að miklu leyti í einkaeign, víða réðu ríkir jarðeigendur yfir víðum lendum og stýrðu jafnvel einsháttar smáríkjum eða furstadæmum. Einkum og sér í lagi voru höfðingjar Kabarða í Norðvestur-Káka- sus miklir fyrir sér. höfðu um sig hirð sem konunear, kabarskir siðir urðu fyrirmynd jarðeigendum og stórhöfðingjum annars- staðar í Kákasuslöndum, kabarskt mál (tsérkesk mállýska) þótti kurteisi líkt og franska a Vesturlöndum um sama leyii, enn eru margir hirðsiðir Kabarða í góðu gæti þar sem veislur eru haldnar á Ossetalandi eða í nálægum héruðum. Árið 1748 taldist rússneskum embættism- önnum svo til að 32 smáfurstadæmi væri í Kabarðíu, en einnig meðal Osseta og Kúmyka (tyrknesk þjóð austur við Kasp- íhaf) var sægur af auðugum og víðlendum jarðeigendum. Stéttaskipting er hér mjög greinileg og mikill munur á efnahag fólks og réttarstöðu; hjá Ossetum sjáum við hvernig þjóðfélagið skiptist í þræla, bændur — ýmist frjálsa ýmist ánauðuga — og jarðeigendur eða hersa. Á 16du öld tóku rússneskir bændur að setjast að á sléttlendinu milli Svartahafs og Kaspíhafs, en ekki kom þó verulegur skriður á þetta landnám fyrr en á seinna hluta 18du aldar, á dögum Katrínar drottningar II. í slóð þeirra komu pólitísk yfirráð keisarans í Sántipétursborg. Fjallabændur áttu undir högg að sækja fyrir hjá jarðeigendum á láglendinu vegna beitarlands, en nú þrengdi enn að þeim eftir því sem landnám Rússa færðist í aukana. Það kom því einkum og sér í lagi í hlut fjallaþjóðanna, og þá ekki síst Tsétséna, að veita Rússum harða viðtöku. Varð sá ófriður bæði langvinnur og hörmulegur; rússneskum höfundum á öldinni sem leið hefur hann oftlega orðið söguefni, t.a.m. Leo Tolstoj í Kósök- um. Aftur á móti veittist ármönnum keisara auðveldar að koma sér í mjúkinn hjá jarðeigendum og smáfurstum á slétt- lendinu, sem víða gengu keisara til handar og urðu lendir menn eða jafnvel einskonar jarlar, játuðu yfirvaldi keisara og ríkisstjórn, en héldu yfirráðum innan- sveitar. Einatt voru þessi bandalög þó næsta stopul, því fyrir sunnan Svartahaf sat Tyrkjasoldán og bauð þrásinnis betur. Ætlað er að í lok 18du aldar hafi í Norður-Kákasus og á grasheiðunum milli Kaspíhafs og Svartahafs búið eitthvað hálf önnur miljón manna; munu óvíða í veröldinni vera saman komin fleiri ólík tungumál á jafnlitlu svæði. Flest mun fólk þetta — að Rússum undanteknum — hafa hnigið að íslömskum sið, a.m.k. í orði kveðnu. Ossetar höfðu turnast til kristni einhvern tíma á miðöldum, en illa tollað í trúnni. Katrín drottning var að vísu trúlítil kona heima fyrir; þeim mun annara 209
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.