Réttur


Réttur - 01.10.1982, Blaðsíða 9

Réttur - 01.10.1982, Blaðsíða 9
aðrar blaðagreinar hans út á vegum Menn- ingasjóðs. f»að var hart að Sverrir skyldi ekki vera gerður prófessor í íslenskri sögu við Há- skóla íslands og þannig gert fært að vinna stórvirki í íslenskri sagnfræði. í staðinn er þessi snillingur dæmdur til þess að lifa af dönskukennslu mestalla ævi sína. — Það er engu betra af ríkri íslenskri þjóð nútímans að fara þannig með snillinga sína en það var af þeirri fátæku þjóð 19. aldar að drepa Sigurð Breiðtjörð úr hor. En íslenskt afturhald hefur löngum verið álíka lítilsiglt andlega og það var illvígt stjórnmálalega í viðskiptum við alþýðu landsins. Trúað gæti ég þó að augu eins harðsvír- aðasta afturhaldsleiðtogans og voldugasta í menntamálum á vissu skeiði ævi hans hafi opnast þó seint væri fyrir því hvers íslensk sagnfræði var látin fara á mis. Ég veit að eftir að Jónas frá Hriflu las þá sígildu grein, er Sverrir reit um liann sjötugan, þá bauð Jónas þaðan í frá Sverri til veitinga á hótel Sögu annan hvorn sunnudag, m.a. til þess að reyna að leiða hann í sinn sannleika um íslenska sögu á 20. öld. f*á sá Jónas frá Hriflu hvílíkan lista- og vísindamann sagnfræðingurinn Sverrir Kristjánsson hafði að geyma. Máske hefur Jónas frá Hriflu rennt grun í það á síðustu árum ævi sinnar, að giftusamlegra hefði það verið fyrir ísland og hann sjálfan að halda þeirri stefnu, er hann markaði í Skinfaxa 1911: að skapa sem nánast samstarf vinnandi stétta lands- ins gegn auðvaldi, innanlands og utan, — heldur en að gefa sig á vald hins illa anda amerísks auðvalds og Hitler-sinnuðum and-kommúnisma þess. Að minnsta kosti var það svo, er ég hitti hann í síðasta sinn, og það var heima hjá Þórarni Þórarins- syni ritstjóra og konu hans, að þá var honum svo gersamlega horfinn kalinn til kommúnista að hann bað mig skrifa grein um þann mann, er honum var kærastur flestra með þessum orðum: „Einar, þið verðið endilega að skrifa um hann Guðjón frá Böggvisstöðum. Hann hefði orðið mikill bolsi, ef hann hefði lifað.“ En Sverrir lét ekki þar við sitja að sýna helstu menn 20. aldar í réttu ljósi eins þótt andstæðingar væru. Hann grefur og upp hvað bestu forvíg- ismenn sjálfstæðisbaráttunnar 1908 og 1918 hugsuðu út af hættunni á því að erlent stórveldi ágirntist ísland og inn- limaði, ef danskir drottnar réðu hér enn. Tilvitnanir hans í orð Guðmundar Björns- sonar landlæknis, þess ágæta en of- gleymda manns, bls. 93 og Bjarna frá Vogi á bls. 98, sýna hve vel þessir menn sáu hættuna í fyrra stríði, — og mættu margir af því læra, er blindast létu f því síðara — og eru steinblindir nú. — Al- kunna er hvernig danskir kóngar reyndu að selja ísland á miðöldum, en Bretar vildu ekki kaupa vegna þess hve uppreisn- argjarnir íslendingar voru — og hefur minningin um það ef til vill vakað fyrir rit: :jóra „Times“, er hann reit í leiðara blaðs síns í júlí 1941 að Ameríkanar myndu fá sig fullsadda af fslendingum, þeir tækju frelsi sitt svo alvarlega. — En þá hafði bandaríska hervaldið notað sér neyð og einangrun Breta m.a. til þess að knýja þá til að selja ísland út af bresku áhrifasvæði inn á bandarískt. — íslend- ingar eiga hins vegar enn eftir að sanna til fulls aðvörun Times-ritstjórans þó 99 ára herstöðvakröfunni hafi verið hafnað, en henni gengu Bretar að í amerískum nýlendum sínum þá. En Sverrir uppgötvaði hins vegar og 201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.