Réttur


Réttur - 01.10.1982, Blaðsíða 39

Réttur - 01.10.1982, Blaðsíða 39
mamma alltaf vaknað þegar eitthvað óvenjulegt gerðist. Mamma settist loks upp í rúminu með hálflokuð augu. Hún sat og hallaði sér áfram meðan Metta hristi hana til. — Heyrirðu ekki? sagði Metta. Það er pabbi. — Hvað þá? — Mamma, reyndu nú að vakna, hvað er að þér? — Oh — ég tók töflu — ég var svo . . . muldraði mamma hennar og reyndi að leggjast niður aftur. Metta gafst ekki upp, hún dröslaði móður sinni undan yfirsænginni og niður á gólf. Pví næst hljóp hún aftur frani á gang. Pabbi horfði á hana sljóum augum, hann reyndi að brosa en það var súr ælulykt út úr honum. — Hjálpaðu mér aðeins, sagði sá vinnuklæddi við Mettu. í sameiningu ætluðu þau að stefna á svefnherbergið en pabbi hristi höfuðið og streittist á móti. — Ekki þangað inn, engin nauðsyn að ónáða Karen. — Já, en hvert þá? — Stofan, muldraði hann með saman- herptum vörum. — Parftu að kasta upp aftur? spurði maðurinn. Pabbi kinkaði kolli og Metta þaut fram eftir l'ötu. Á meðan hafði maðurinn farið með pabba inn í stofuna og komið honum fyrir á sófanum. Metta setti fötuna fyrir framan pabba en hann hvíslaði — nei. Þá kom mamma í móki sem Metta haföi aldrei séð hana í. — Pú verður að líta eftir honum, sagði hann lágt viö Mettu. — Hvað er að? — Gaseitrun. Djöfuls skömm. Asbest- hanskar — ekki vantar það, en þeir láta þá fara inn áður en gasið er l'arið, þeir geta ekki unnið með grímur í þessum hita. — Ég sagði það líka við hann, byrjaði Metta. Pabbi tók fram í fyrir henni veikróma. Hann var svo kjarklaus og virtist vonlaus um að rétta við aftur. — Annars hefðu allir orðið verklausir á morgun. Maðurinn fór og Metta bjó til kaffi, Þegar hún kom aftur inn í stofuna var pabbi sofnaður undir köflótta ullartepp- inu og mamma sat glaðvakandi við hliðina á honum tilbúin með fötuna. Næsta morgun var pabbi gulur í framan en hann fór á fætur eins og hann var vanur. Mamma var ekki heima, hún var enn ekki komin heim frá vikulegri hrein- gerningu hjá málafærslumanninum. Pabbi var búinn að útbúa morgunverð. — Pú hefðir aldrei átt að taka þetta að þér, sagði Metta, ég sagði að þeir kæmu aftan að ykkur . . . Hann hristi höfuðið, bar ávaxtamaukið fram, sló fram hendinni eins og hann var vanur. — Ég fæ samt peningana mína, sagði hann. — Þú ættir að fá bætur. — Oh, slíkur ræfill er maður nú ekki. — Pað er á þennan hátt sem þetta getur haldið áfram, sagði Metta reið. Af því að þið eigið að vera svo miklir karlmenn! Hann sagði ekkert um rauðsokkur eins og hann var vanur. Hann sagði dálítið annað. — Og svo sendu þeir ungan pilt inn í göngin — sem aldrei hefur unnið sem múrari. Metta starði undrandi á hann. Hann var bitur. 231
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.