Réttur


Réttur - 01.10.1982, Qupperneq 49

Réttur - 01.10.1982, Qupperneq 49
við öll tækifæri vitna um nauðsyn þess, að gera vel við atvinnustarfsemina á kostnað lífskjara launþega. í þessum áróðri hefur atvinnurekendum og samtökum þeirra orðið ótrúlega vel ágengt. Má það senni- lega bæði rekja til þess mikla fjölda sérfræðinga og sérfræðistofnana, sem þeir hafa getað hampað og yfirburðastöðu þeirra í fjölmiðlum landsins. Síðarnefnda atriðið á eflaust ríkan þátt í því, hversu lítið hefur borið á hugmyndafræðilegu andófi samtaka launþega gegn þessum áróðri. Einnig er þess að geta, að mál- flutningur atvinnurekenda hér á landi hefur notið góðs af hliðstæðri efnahags- hugmyndafræði, sem riðið hefur húsum í sumum nágrannalöndum okkar. Ekki verður annað ráðið af gangi þjóð- mála á undanförnum árum en að með umræddri hugmyndafræðilegri sókn sinni hafi atvinnurekendum tekist að koma tveimur grundvallarhugmyndum að í hug- um stórs hluta launþega. Kjarninn í þess- um hugmyndum er sem hér segir: 1. Stöðnunin í hagvexti þjóðarinnar staf- ar fyrst og fremst af utanaðkomandi aðstæðum þ.á m. óhagstæðum nátt- úruskilyrðum og viðskiptakjörum. Hinn heimatilbúni hluti efnahagsvand- ans er aðallega verðbólgan, sem rekja má til óhóflegra kaupkrafna laun- þegasamtakanna. Einkum og sér í lagi er ekki unnt að kenna grundvallarhag- skipan landsins (sem rekur ættir sínar til viðreisnarinnar) eða ráðstöfun at- vinnurekenda á fjárfestingarfé og fjár- munum þjóðarinnar um ástandið. 2. Hlutur launþega í þjóðartekjunum er í aðalatriðum sanngjarn. Ágreiningur um tekjuskiptingu og launakjör í þjóð- félaginu getur aðeins snúist um þann hluta þjóðarteknanna, sem eftir er, þegar atvinnuvegirnir hafa fengið það fé til ráðstöfunar, sem þeir þurfa. Ekki þarf að orðlengja það, að út- breiðsla ofangreindra efnahagsviðhorfa meðal stórs hluta þjóðarinnar, slær að miklu leyti vopnin úr höndum launþega- hreyfingarinnar og stjórnmálasamtaka þeirra. Með því að taka undir þessa hugmyndafræði hafa launþegar í rauninni sætt sig við þau lífskjör, sem atvinnurek- endur kæra sig um að láta þeim í té. Pótt forystumenn launþegasamtakanna og launþegasinnaðra stjórnmálaflokka kunni að vera á annarri skoðun, gildir það einu, því þeir fá ekki þann stuðning félags- manna sinna og kjósenda, sem nauðsyn- legur er til að knýja fram stefnubreytingu. Við þessar aðstæður, þar sem launþegar vilja ekki fylgja fram sanngjörnum kjara- kröfum og hinn stjórnmálalegi armur launþegahreyfingarinnar hefur innan við fjórðung af því kjörfylgi, sem stjórnmála- flokkar atvinnurekenda njóta, hefur at- vinnurekendum í raun verið falið sjálf- dæmi um lífskjör launþega a.m.k. niður að vissu marki. Málflutningur forystu- manna launþegahreyfingarinnar og stjórnmálasamtaka þeirra verður innan- tómur og máttlaus. Barátta þeirra verður því að einskorðast við að reyna, nánast með pólitískum kænskubrögðum, að draga úr sárasta kjaraskerðingabroddin- um. Astæðunnar fyrir þróun kjaramála á undanförnum árum er því ekki að leita í máttleysi verkalýðsforystunnar eða svik- um Alþýðubandalagsins í ríkisstjórn. Hana má fremur finna í viljaleysi laun- þega til að taka sér þau lífskjör, sem þeim ber. Ef það stöðumat, sem nú hefur verið rakið, er í aðalatriðum rétt má af því 241

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.