Réttur


Réttur - 01.10.1982, Blaðsíða 13

Réttur - 01.10.1982, Blaðsíða 13
Hér er það sem leiðir liggja frá Ossetiu tii Georgiu. Ossetar eru lítil þjóð, eitthvað um 450 þúsundir sálna, búsettir í miðjum Káka- susfjöllum í hlíðunum beggja vegna og ofan á sléttlendið, nokkurn veginn á þeim stöðvum þar sem leið hefur legið um frá fornu fari norðan af grasheiðunum milli Kaspíhafs og Svartahafs suður í hin frjósömu akurlönd og víngarða Georgíu. Alanaskarð — Daríal á georgisku — kennt við ættfeður Osseta Alani, kannast margir við úr sögum Lérmontofs og ann- arra rússneskra höfunda á öldinni sem leið; mun þarveraeinhverhæsturfjallveg- ur á jarðríki og hefur stundum þótt allagasamlegur. Að menningu og lífernis- háttum eru Ossetar líkir öðrum Kákasus- þjóðum og þá einkanlega nágrannaþjóð- unum fyrir norðan fjall, Tsérkessum, Tsétsénum og ýmislegum tyrkjaþjóðum. Allmargt manna hefur þó smátt og smátt tekið sér bólfestu sunnan l'jalls í Georgíu, og búa þar við sjálfstjórn í innanhéraðs- málum. Ein ættkvísl Suður-Osseta eru Dzugungar eða Dzúgatá —, sú ætt er Georgíumenn kalla Dzjúgasjvílí, og er hún sumum fróðleiksmönnum kunn úr mannkynssögunni. Tungumál Osseta er aftur á móti íranskt að uppruna, og svo nákomið t.a.m. persnesku, kúrðnesku og afgönsku (pasjtú). Þótt orðaforði hafi mjög breyst í langri sambúð við óskyldar þjóðir — hér á þessum slóðum er almenn- ingur víðast hvar mæltur á tvær tungur hið fæsta og þykir engum merkilegt — þá hefur þó málkerfið sjálft haldist með furðulitlum breytingum, svo ossetiska er í sumum greinum nákomnari írönsku fornmálunum — fornpersnesku, avestisku (málinu á fornum guðsorðabókum Persa) — en flest önnur hinna nýrri mála. Á fornöldum gengu írönsk mál allt austan úr Túrkestan og um gervallt Suður- Rússland vestur í Dónárlönd. Þjóðir þær sem hér bjuggu, nefndu Grikkir Skýþa, Sauromata, Sarmata, Alani og fleiri nöfn- um; fornt persneskt heiti er Sakar. Þeim 205
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.