Réttur


Réttur - 01.10.1982, Blaðsíða 34

Réttur - 01.10.1982, Blaðsíða 34
Réttlæti og hagsýni eða mannkynið ferst Hugsið í alvöru um eftirfarandi staðreyndir og ræðið þær við aðra: I. Það er árlega eytt 450 þúsund milljón- um dollara í herútgjöld í heiminum. Megnið af því fer í atómvopn. Þau sem þegar eru til nægja til að drepa hvert mannsbarn á jörðinni 5-6 sinnum. Það fer ekki hjá því, ef svo heldur áfram að í kvikni — af slysni eða brjálaðri valdagirni, t.d. manns eins og Ronalds Reagans. Er það ekki glæpur að halda svona áfram? Það eru til menn á íslandi, sem vilja fremja slíkan glæp. Er ekki kominn tími til að hugsa og starfa áður en það er of seint. Fyrir 450 þúsund milljónir dollara mætti útrýma öllu hungri, allri fátækt, öllum sjúkdóm- um úr heiminum. Væri það ekki vitur- legra en að mannkynið allt fremdi sjálfs- morð? II. 25% mannkynsins býr í iönaðarlönd- unum og fær 80% af tekjum heimsins — og þeim tekjum er ægilega misskipt inn- byrðis. 75% mannkynsins í fátæku þróunar- löndunum hefur 20% af tekjum heimsins. Hve lengi halda menn að 75% mann- kynsins muni una slíkri misskiptingu. Og er þessi 75% og rnáske fleiri í iðnaðar- löndunum sjálfum rísa upp og krefjast réttlætis — hvað verður þá um auðmanna- stéttir heims? Þær hafa vissulega vopn, en hinir líka. — Ef þetta misrétti allt heldur áfram, getur það ekki valdið ragnarök- um mannkyns? III. 1980 voru skuldir „þriðja heimsins“ til auðvaldsins í heiminum 450 þúsund mill- jónir dollara — (sama upphæð og þá fór í hernaöarútgjöld) — og hafa vaxið gífur- lega síðan. í „þriðja heiminum“ er barnadauðinn 14 milljónir barna á ári, fátæktin og hungrið vaxandi. — Finnst ykkur að þeir fátæku í heiminum eigi að borga auðkýf- ingum heimsins þessar skuldir? — Hvað hefði uppreisnarmaðurinn Jesús frá Nasa- ret sagt við auðkýfing, sem hefði spurt hann, hvort hann mætti gerast fylgjandi hans? Jesús frá Nasaret hefði sagt: Far þú fyrst og gef fátækum eigi aðeins eftir skuldir þínar, heldur og allar eigur þínar — og kom svo til mín. 226
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.