Réttur


Réttur - 01.10.1982, Side 34

Réttur - 01.10.1982, Side 34
Réttlæti og hagsýni eða mannkynið ferst Hugsið í alvöru um eftirfarandi staðreyndir og ræðið þær við aðra: I. Það er árlega eytt 450 þúsund milljón- um dollara í herútgjöld í heiminum. Megnið af því fer í atómvopn. Þau sem þegar eru til nægja til að drepa hvert mannsbarn á jörðinni 5-6 sinnum. Það fer ekki hjá því, ef svo heldur áfram að í kvikni — af slysni eða brjálaðri valdagirni, t.d. manns eins og Ronalds Reagans. Er það ekki glæpur að halda svona áfram? Það eru til menn á íslandi, sem vilja fremja slíkan glæp. Er ekki kominn tími til að hugsa og starfa áður en það er of seint. Fyrir 450 þúsund milljónir dollara mætti útrýma öllu hungri, allri fátækt, öllum sjúkdóm- um úr heiminum. Væri það ekki vitur- legra en að mannkynið allt fremdi sjálfs- morð? II. 25% mannkynsins býr í iönaðarlönd- unum og fær 80% af tekjum heimsins — og þeim tekjum er ægilega misskipt inn- byrðis. 75% mannkynsins í fátæku þróunar- löndunum hefur 20% af tekjum heimsins. Hve lengi halda menn að 75% mann- kynsins muni una slíkri misskiptingu. Og er þessi 75% og rnáske fleiri í iðnaðar- löndunum sjálfum rísa upp og krefjast réttlætis — hvað verður þá um auðmanna- stéttir heims? Þær hafa vissulega vopn, en hinir líka. — Ef þetta misrétti allt heldur áfram, getur það ekki valdið ragnarök- um mannkyns? III. 1980 voru skuldir „þriðja heimsins“ til auðvaldsins í heiminum 450 þúsund mill- jónir dollara — (sama upphæð og þá fór í hernaöarútgjöld) — og hafa vaxið gífur- lega síðan. í „þriðja heiminum“ er barnadauðinn 14 milljónir barna á ári, fátæktin og hungrið vaxandi. — Finnst ykkur að þeir fátæku í heiminum eigi að borga auðkýf- ingum heimsins þessar skuldir? — Hvað hefði uppreisnarmaðurinn Jesús frá Nasa- ret sagt við auðkýfing, sem hefði spurt hann, hvort hann mætti gerast fylgjandi hans? Jesús frá Nasaret hefði sagt: Far þú fyrst og gef fátækum eigi aðeins eftir skuldir þínar, heldur og allar eigur þínar — og kom svo til mín. 226

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.