Réttur


Réttur - 01.10.1982, Qupperneq 51

Réttur - 01.10.1982, Qupperneq 51
Olíuhneyksli í Bandaríkjunum „Bandarísk olíufyrirtæki hafa með skammarlegum hætti vísvitandi brotið verðlagsreglur í Bandaríkjunum á árabilinu 1973—1981, þannig að neytendur þurftu að borga 10 billjónir dollara aukalega (150 milljarðar ísl. króna).“ Þannig hefst greinarkorn í bandaríska tímaritinu Multinational Monitor. Bandaríski þingmaðurinn Albert Gore lýsti því yfir þann 17. maí sl. að hér væri um að ræða mesta fjármálasvindl sem framið hefði verið gegn bandarísku þjóðinni. Þá kom fram við yfirheyrslur í bandaríska þinginu að Ronald Reagan væri að undirbúa aðgerðir til þess að bjarga olíufyrirtækjum þeim sem hér eiga hlut að máli. Megininntak þessara aðgerða er að koma í veg fyrir að lög og réttur nái til fyrirtækjanna. John Dingell, bandarískur þingmaður, fullyrðir að einstaklingar og fyrirtæki muni komast upp með að stela billjónum dollara frá bandarísku þjóðinni án þess að löggjafinn fái rönd við reist vegna þess að búið er að flytja reynsluríka starfskrafta til í starfí, auk þess sem vísbendingar um lögbrot aðila að máli þessu eru látnar lönd og leið. Málavextir Á árunum 1973 til 1981 setti bandaríska orkumálaráðuneytið verðlagsreglur um olíu. Reglur þessar kváðu á um verðlag á mismunandi olíutegundum bandarískum. Hugmyndin var svo að jafna kostnað bandarískra olíuhreinsunarstöðva með því að mynda sjóð, sem þær stöðvar sem framleiddu ódýrustu olíuna greiddu í eftir vissum reglum. Á hinn bóginn var svo þeim stöðvum sem framleiddu dýra olíu leyft að fá úr sjóðnum. Þannig átti að koma í veg fyrir yfirburði þeirra olíufyrir- tækja sem hefðu aðgang að ódýrri olíu, og hvetja til fjárfestingar í nýjum olíulind- um við erfiðari aðstæður en almennt gerðist. — Eins og áður getur voru þessar reglur ekki í heiðri hafðar. Fyrirtæki sem framleiddu úr ódýru hráefni héldu því einfaldlega fram að hráefnið væri dýrt (eins konar hækkun í hafi). Þau greiddu því aldrei í sjóðinn góða, heldur jusu úr honum. Skuldbindingar sjóðsins voru því fjármagnaðar með opinberu fé langt um- fram það sem þörf var á. Nú er svo komið í máli þessu að Albert Gore tilkynnti að hann myndi leggja fyrir bandaríska þingið tillögu að lögum sem kvæðu á um ráðningu sérstaks saksóknara vegna brota á regluin orkuinálaráðuneyt- isins. „Þetta er nauðsynlegt ef koma á rétti yfir þessa hvítf!ibbagIæpona.“ Réttur mun reyna að fylgjast frekar með máli þessu og greina frá framvindu þess eftir því sem kostur gefst. 243

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.