Réttur - 01.10.1982, Side 42
ist hvorki við að beita löggjöf né atvinnu-
leysi til að beygja launþega undir vilja
sinn. Út úr þeim átökum kom verkalýðs-
hreyfingin marghert í upphafi áttunda
áratugsins, en þá má segja, að hún hafi
unnið sigur á efnahagsstefnu viðreisnar-
innar. Talsverðan þátt í þeim sigri átti sú
tiltölulega hagstæða hugmyndafræði, sem
ríkjandi var um þær mundir. Af ýmsum
ástæðum, þ.á m. hervirkjum Bandaríkja-
manna í Víetnam, voru hugmyndafræði-
legir meginstraumar umheimsins tiltölu-
lega róttækir og höfðu umtalsverð áhrif
hér á landi sem annars staðar. Á stjórn-
málasviðinu endurspegluðust þessar nýju
aðstæður m.a. í frægum kosningasigri
stjórnarandstöðunnar 1971, þar sem
verkalýðssinnaðir flokkar, Alþýðubanda-
lagið og Samtök frjálslyndra og vinstri
manna, hlutu fjórðung þingsæta. Þessir
flokkar mynduðu síðan, ásamt Framsókn-
arflokknum, sem á þessum árum hafði
tekið upp framsæknustu stefnu sína í
áratugi, vinstri stjórnina 1971-4.
Þessi staða gjörbreyttist um miðjan
áratuginn. í kjölfar olíukreppunnar 1973-
4 og hinnar breyttu tekjuskiptingar á milli
iðnríkja og þróunarlanda, sem af henni
leiddi, óx afturhaldsamri hugmyndafræði
mjög fiskur um hrygg á vesturlöndum.
Um svipað leyti féll vinstri stjórnin hér á
landi. Samtök frjálslyndra og vinstri
manna biðu afhroð í þingkosningunum
1974, og Framsóknarflokkurinn sneri upp
hægri hliðinni og myndaði afar auðvalds-
sinnaða ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokkn-
um. Sú ríkisstjórn gekk í einu og öllu
erinda atvinnurekenda. Flelsta verkefni
hennar var að skerða hlutdeild launþega
í þjóðartekjunum. Það gerði hún annars
vegar með því að skerða kaupmátt launa,
hins vegar með því að fá atvinnurekend-
um aukið ráðstöfunarfé með niðurgreiddu
fjármagni, auknu sjálfræði í verðákvörð-
unum o.s.frv. Ein afleiðing þessara ráð-
stafana var hinn mikli samdráttur þjóðar-
tekna 1975-76 og hrun kaupmáttar taxta-
kaups launþega langt umfram þennan
samdrátt.
Verkalýðshreyfingin átti um þessar
mundir við mikla erfiðleika að etja. Kjós-
endur höfðu hafnað ríkisstjórn, sem hún
hafði í raun stutt. Innan hreyfingar-
innar var veruleg pólitísk sundurþykkja,
sem m.a. átti sinn þátt í falli vinstri
stjórnarinnar. Síðast en ekki síst bjó
hreyfingin við sterkan hugmyndafræði-
legan andbyr. Um allan hinn vestræna
heim hafði orðið afturhvarf til auðvalds-
sinnaðra efnahagsúrræða í kjölfar olíu-
kreppunnar. Ásamt hinum ágjörnu araba-
höfðingjum voru verkalýðssamtök og
launakröfur þeirra gerðar að sökudólgin-
um fyrir verðbólgunni. Þessi atriði drógu
svo mátt úr verkalýðshreyfingunni, að
hún varð, nánast möglunarlaust, að
kyngja hinu yfirdrifnu kjaraskerðingum
hægri stjórnar Geirs Hallgrímssonar þar
til sumarið 1977.
í kjölfar gagnsóknar verkalýðshreyf-
ingarinnar 1977-8 beið ríkisstjórn Sjálf-
stæðisflokksins og Framsóknarflokksins
mikinn kosningaósigur. Þá mynduðu Al-
þýðubandalag, Alþýðuflokkur og Fram-
sóknarflokkur ríkisstjórn, sem miklar
vonir voru bundnar við. Þær vonir urðu
hins vegar að engu, þegar í ljós kom að
forystumenn Alþýðuflokksins voru síður
en svo verkalýðssinnaðir en á hinn bóginn
gegnsýrðir íhaldssamri hugmyndafræði,
jafnt í efnahagsmálum, þar sem þeir voru
meiri talsmenn peningastefnunnar
(,,monetarismans“) en jafnvel Sjálfstæðis-
menn, sem á öðrum sviðum þjóðmála.
Þessi niðurstaða kjaramálaátakanna
1977-8 og eftirfarandi kosninga hafa vafa-
234